Hjónabandið

Hjónaband er eitt hinna sjö sakramenta. Það er tákn um kærleikann sem Guð ber til mannanna. Í kærleika hjóna hvers til annars verður kærleikur Guðs til mannsins sýnilegur. Í sakramenti hjónabandsins veitir Guð hjónunum vernd sína, blessun og stuðning í hinu sameiginlegu lífi. En þar sem það er ekki aðeins um kærleika þeirra beggja að ræða heldur einnig kærleika Guðs, gefast þau hvort öðru opinberlega frammi fyrir prestinum, fulltrúa kirkjunnar og tveimur vitnum.

4 grunnstoðir hjónabandsins:

Órjúfanleiki

Hjónabandið er ævilangur sáttmáli. Jesús segir „það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja“ (Mk 10.9).

Eining

Þegar karl og kona gefa sig hvort öðru af frjálsum vilja „eru þau ekki framar tvö heldur einn maður“ (Mt 19.6).

Samvinna

Hjónabandið byggist á samvinnu beggja aðila á jafningjagrundvelli og á gagnkvæmum stuðningi og virðingu, jafnt í gleði sem sorg.

Foreldrahlutverkið

Í hjónabandinu skal viljinn til þess að eignast börn vera fyrir hendi. Ennfremur er ein höfuðábyrgð foreldra að ala börn sín upp í kristinni trú.

Hjón eru hvött til að iðka náttúrulega fjölskylduáætlun í samræmi við kaþólska siðferðisreglur. Nánari upplýsingar um náttúrulega fjölskylduáætlun er að finna á:  Natural Family Planning International og The Billings Ovulation Method

Þessi boð eru mörgum þungbær; ekki er til nein trygging fyrir árangursríku hjónabandi. Fólki getur skjátlast hverju um annað. Kærleikurinn getur dáið og þeir sem elskuðust skilji hvort annað ekki lengur. Hjónabönd geta brostið. Kristnir menn verða að treysta því að kærleikur Guðs yfirgefur þá ekki þegar svo er komið og þeim verður heldur ekki útskúfað úr kirkju Jesú Krists.

Undirbúningur fyrir hjónavígsluna

Nánari upplýsingar veita sóknarprestar.

Kaþólska kirkjan á Íslandi. Biskupsstofa Hávallagötu 14-16, 101 Reykjavík, Ísland. Netfang: catholica@catholica.is

Kaþólska kirkjan á Íslandi © 2014