Kaþólska kirkjan á ÍslandiÁ ensku / English Links

 kort KristssóknSt. MaríusóknSt. PéturssóknSt. ÞorlákssóknSt. Jósefssókn Þorlákur helgi


 
Kristskirkja
 
Messutímar
í Basilika Krists konungs
Landakoti í Reykjavík


___________________________

Upplýs. um messur á íslensku
á Suðurlandi


___________________________
 

Fagráð Kaþólsku  kirkjunnar
á Íslandi


Innköllun (pdf).

Innköllun (docx).

Kröfuform (docx).

Algengar spurningar (pdf).
_______

Rannsóknarnefnd
Kaþólsku kirkjunnar

Fréttatilkynning um stofnun fagráðs (pdf).

Viðbrögð við birtingu skýrslu
Rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar
(pdf).


Skýrsla íslenskrar rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar, sem Reykjavíkurbiskup stofnaði 29. ágúst 2011, í samræmi við verklagsreglur að tillögu Róberts Spanó prófessors, er birt í heild sinni:

Skýrsla rannsóknarnefndar (pdf).

_______


Fréttatilkynning í tilefni af skýrslu Fagráðs Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (pdf)

Press release to the Report of the Consultative Commission of the Catholic Church in Iceland (pdf)

Almenn tilskipun 31. ágúst 2013 (pdf)

General Decree 31 August 2013 (pdf)

Fréttatilkynning 15. nóv. 2013 (pdf).

Bréf Péturs biskups til menntamálaráðherra. (pdf)Nýjar greinar


 

LOA tímarit

Eftirfarandi greinar hafa birst á undanförnum mánuðum í tímaritinu
„Love One Another“

(„Elskið hvert annað“)
í þýðingu Reynis Guðmundssonar.
Hægt er að nálgast „Love One Another“ í kirkjum okkar á pólsku, ensku, spænsku og litháísku.2. 2013
* ÉG TALDI MIG VERA „KAÞÓLSKA OFURKONU

*  HIN EVKARISTÍSKA SÓL

*  KÆRLEIKURINN ER RAUNHÆFUR

*  HEILÖG RÍTA

1. 2013
*  FATÍMA Í DAG


12. 2012
*  F'OSTUREYÐING: ER HÚN TIL BÓTA?

*  LEIÐIN TIL ÁRANGURS

11. 2012
*  HIÐ LÝSANDI DÆMI PADRE PIO

10. 2012
*  TEIKN UM UPPRISU OKKAR

*   LOURDES: KÖLLUN TIL AFTURHVARFS

*   VEGURINN TIL FULLKOMINNAR HAMINGJU

*   EDITH STEIN: VILJUG BRENNIF'ORN

8. 2012
*  HEILAGI EINSETUMAÐURINN FRÁ LÍBANON

7. 2012
*  AÐ GERA VILJA GUÐS

*  BJARGAÐ VIÐ ÞRÖSKULD HELJAR

6. 2012
*  OPINBERUN ... HL. MISKUNNAR

*  STÖÐVið KLÁMIÐ

5. 2012
* SINNASKIPTI BERNARD NATHANSON

* GLASAFRJÓVGUN

* DÝRLINGUR HEILAGS JÓSEFS: BRÓÐIR ANDRÉ BESSETTE (1845-1937)

* ÉG HITTI MANNINN Í LÍKKLÆÐUNUM

* ÉG HEF EKKERT AÐ ÓTTAST LENGUR

* LEITIÐ OG ÞÉR MUNIÐ FINNA
Ferð til Lourdes 2013

Nýjar myndir frá dymbilvikunni 2013

Ár trúarinnar

Ár trúarinnar:
 
frá  11. október 2012
til  24. nóvember 2013.
Heimsdagur æskunnar
http://www.rio2013.com/en

WYD 2013

23.-28. júlí 2013


Rio de Janeiro

WYD 2011

Bæn
Heimsæskulýðsdagurinn 2013

– Opinber bæn


Ó, Faðir, þú sendir eilífan Son þinn heiminum til bjargar og útvaldir karla og konur í honum, með honum og fyrir hann, til að boða fagnaðarerindið öllum þjóðum. Veit þú oss nauðsynlega náð svo að gleðin megi ljóma í andliti alls ungs fólks, gleðin yfir því að vera til, fyrir mátt Heilags Anda, en þau eru þeir trúboðar sem kirkjan þarfnast á þriðja árþúsundinu.

Ó, Kristur, frelsari mannkyns, myndin af opnum örmum þínum á tindi Corcovado býður alla velkomna. Í páskafórn þinni gerðir þú oss fyrir Heilagan Anda að sonum Föðurins. Unga fólkið, sem neytir altarissakramentisins og hlýðir á þig í Orði þínu og mætir þér sem bróður sínum, þarfnast óendanlegrar náðar á göngu sinni um heiminn sem trúboðar og lærisveinar hins endurnýjaða trúboðs.

Ó, Heilagi Andi, kærleikur Föðurins og Sonarins, með dýrðarljóma sannleika þíns og eldi kærleika þíns sendir þú ljós þitt öllu ungu fólki svo að þau, knúin áfram af reynslunni af Heimsæskulýðsdeginum, megi flytja trú, von og kærleika til allra fjögurra heimshorna og verði miklir byggingameistarar menningar lífs og friðar, og hvatamenn nýrrar veraldar.  Amen. 

---------

 
Bl.ChiaraLuceBadano

Blessuð Chiara Luce Badano
Bið þú fyrir oss.
Fædd 1971, dó 1990 (18 ára).
(Messudagur 29. október)


Jóhannes Páll II

Ó Heilaga þrenning! 
Við þökkum þér að þú gafst kirkjunni Jóhannes Pál páfa og fyrir að þú lést mildi þíns föðurlega kærleika, dýrð kross Krists og ljómann af anda kærleikans skína í honum.
Hann fól sig algjörlega á vald ómælanlegri miskunnsemi þinni ásamt móðurlegri árnaðarbæn Maríu og gaf okkur með því lifandi mynd Jesú, Hirðisins góða.  Hann setti okkur heilagleikann sem háan mælikvarða kristilegs hversdagslífs en það getur vísað okkur veginn til eilífs samfélags við þig.  Veit þú okkur náð þína fyrir árnaðarbæn hans, ef það er vilji þinn og við biðjum þess vongóð að hann teljist brátt til þinna heilögu.  Amen.

(Messudagur 22. október)Mother Teresa
Blessuð Teresa frá Kalkútta,
bið þú fyrir oss.

(Messudagur 5. september)


Heilagur Pedro Calungsod

Hl. Pedro Calungsod.
Bið þú fyrir oss.Þessi bók kom út 2011
á íslensku:

Jesús frá Nasaret
eftir Benedikt páfa XVI.

Hún fœst í bókabúðum.

Fyrirbænir
 
Ef þið vitið um einhvern
sem þarfnast bæna,

látið Karmelsystur vita
í síma 555 0378 eða fax 555 0872.
www.karmel.is
Netfang: karmel@karmel.is

 
Heimsókn

  
Ef einhverjum er kunnugt um gamalt eða veikt fólk sem kemst ekki í kirkju en langar að fá prest í heimsókn, vinsamlegast látið sóknarprestinn vita.
  

Trú kirkjunnar
Hefur þú áhuga á að kynna þér kaþólska trú? 
Hægt er að fá upplýsingar með því að senda póst
á netfangið:
catholica@
catholica.is

Trúfræðslurit Kaþ´ólsku kirkjunnar
___________________________
 
Ókeypis!
Fáðu
KAÞÓLSKA KIRKJUBLAÐIР
sent heim til þín.
Síminn er 552 5388.

---------------------------------------
KAÞÓLSKA KIRKJUBLAÐIÐ


Kaþ—lska kirkjublaðið
___________________________
 
  Cross
Minningarkort

Dómkirkju Krists Konungs

fást á biskupsstofu,
Hávallagötu 14,
sími 552 5388.

___________________________
 


.

Caritas Ísland
Leggja má inn á reikning Caritas Íslands í banka 0513, hb. 18, reikn. 430890, kt. 591289 1369.


Fésbók

Kirkjan á fésbók
Bæn fyrir prestunum

Almáttugi eilífi Guð,
þú gefur viljann og framkvæmdina.
Lít til presta þinna.
Veit þeim kraft til að fylgja köllun sinni,
að auðsýna hinum helgu leyndardómum verðuga lotningu
og boða orð þitt af festu og gæsku,
svo að þeir vísi mönnum veg
með orðum sínum og gjörðum,
finni gleði og fyllingu í köllun sinni
og verði blessum þeim
sem eru í umsjá þeirra.
Amen.


___________________________
 
Hugleiðing

8. 2008
Hinir heilögu

15. september - Harmkvæli Maríu meyjar


Enginn veit hvaðan þessi sálmur kemur, enginn veit hver hefur sungið hann fyrst. Ef til vill bróðir Jacopone de Todi úr reglu heilags Frans frá Assisí eða heilagur Bónaventúra, kardínáli og kirkjufræðari eða Innocens III. páfi, allra páfa áhrifamestur á miðöldum? Enginn veit með vissu hver orti kvæðið "Stabat mater dolorosa" sem lýsir harmkvælum Maríu meyjar. En eitt er víst að þetta kvæði hljómaði fyrst á 13. öld og hefur verið sungið síðan í aldanna rás og mun vera sungið eins lengi og þeir menn lifa á þessari jörð sem hugleiða harmkvæli Maríu meyjar með lotningu. Má vera að það sé gott að skáldið er óþekktur maður af því að manni finnst að hvorki munkur, kardínáli né páfi hafi ort þetta kvæði heldur stigi það beint úr harmþrungnu mannshjarta sem leitar huggunar með því að íhuga þjáningar Maríu meyjar, "mater dolorosa".
Mörg tónskáld hafa fært þetta kvæði í búning ógleymanlegrar tónlistar. "Stabat mater" var síðasta verk Palestrina. Jósef Haydn gleymdi sorg sinni með því að hugleiða þetta kvæði. Það hljómaði að nýju í verkum Rossinis og Dvoraks. En samt finnst manni að Stabat mater hafi fengið sína bestu túlkun í gregorssöng. Hér er ekkert annað að finna en grátbeiðni harmþrunginnar mannssálar sem leita hælis hjá móður okkar allra.

Samkvæmt gamalli hefð eru þjáningar eða harmkvæli Maríu meyjar sjö talsins:

1.
Þegar þau María og Jósef færa hinn nýfædda Jesúm til musteris í Jerúsalem eftir lögmáli Móse þá mæta þau hinum gamla Símeon sem tekur fagnandi á móti Jesú en segir við Maríu mey: "Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og til tákns sem móti verður mælt, og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni" (Lk 2, 34 - 35).

2.
María mey og Jósef þurfa að leggja á flótta ásamt Jesúbarninu. Þegar vitringarnir voru farnir frá Betlehem vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: "Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera, uns ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því" (Mt 2, 13).

3.
Með Jósef leitar María mey hins 12 ára Jesú í Jerúsalem. Og þegar þau finna hann í musterinu bregður þeim mjög: "Barn, hví gjörðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin" (Lk 2, 48).

4.
María mey fylgist með krossferli sonar síns. Það minnir á vers í harmljóðum Gamla testamentisins: "Komið, allir þér er um veginn farið, sjáið og skoðið, hvort til sé önnur eins kvöl og mín" (Harmlj 1, 12).

5.
María mey hlýtur að sjá hvernig sonur hennar deyr á krossinum: "En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena" (Jóh 19, 25).
 


6.
Jesús er tekinn ofan af krossinum og lagður í skaut móður sinnar: "Hverju á ég að jafna við þig til að hugga þig, þú mærin, dóttirin Síon. Sár þitt er stórt eins og hafið" (Harmlj. 2, 13).
Í mörgum kirkjum og kapellum sést líkneski af Maríu mey með hinum framliðna Jesú og kallast það "Pieta" eins og t.d. Pieta eftir Michelangelo í Péturskirkjunni í Róm.

7.
Líkami Jesú er lagður í gröf að viðstaddri Maríu mey: "Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður" (Lk 23, 55).

Hér fylgir kvæði eða sekventía, svokölluð "Stabat mater dolorosa" í íslenskri þýðingu
(sjá messubók frá 1957).

Stóð að krossi sefa sárum
sorgum bitin, drifin tárum,
móðir þar sem mögur hékk;
og um hennar hyggju skarða,
harmi lostna, böli marða,
eggjabrandur bitur gekk.

Ó, hve hrelld og hrygg til dauða
himna drottins var hin auða
einkasonar móðir mær,
sem réð fanga sorg og stranga
sút, er hanga kvöld við langa
sinn leit mæra soninn skær.

Hverir gráta menn ei mundu
móður Krists á þeirri stundu
ef að horfðu hrelling á?
Hver svo hjartað herða mætti
hans að eigi lundu grætti
góðrar móður sorg að sjá?

Fyrir þjóðar sinnar syndir
sá hún Jesú dreyra lindir,
kross á gálga hengdan hann;
varð að líta sinn hinn sæta
soninn kvölum einan mæta,
meðan lífið láta vann.

Eia móðir, mér að finna
meginsorga byrði þinna
kenndu, lindin kærleikans!
Svo mér brenni hugur og hjarta
helst að elska son þinn bjarta
að ég feti fótspor hans.

Heilög móðir, mér, hin besta,
mundu kvöl í hjarta festa
Kristí, sem á krossi dó!
Sonar þíns er sár í hildi
sjálfur fyrir mig ganga vildi,
veit mér hlut í þjáning þó!

Lát mig gráta með þér, mæta
míns og Jesú krossins gæta,
meðan fjör í æðum er:
því að engin mér skal mærri
mæðubót, né huggun stærri,
en að tárast þar með þér.

Allra skírust mærin meyja
mig ei láttu einan þreyja,
en þér harma æ við hlið;
lát mig kenna Drottins dauða,
dýr, og finna hlutann nauða,
hans og bölið berjast við.

Lát mig hörðum höggum særa,
hans að krossi glaðan færa,
fyrir sakir sonar þín!
Vek mér eld og ást í huga,
að mér megi traust þitt duga
þegar dómadagur skín!

Lát mig kvölum krossinn verja,
Kristí dauða fyrir mig erja,
að ég njóti náðar hans!
Svo þegar lík mitt liggur í moldu
ljóss mín hljóti önd á foldu
hæsta gleði himna ranns!
Amen.___________________________
  fólk

fólk---------------------------------------
KAÞÓLSKA KIRKJUBLAÐIÐ
(pdf)

---------------------------------------
* Desember 2013

* Jan./feb. 2014

* Mars/apríl 20143.2014

Reykhóla María


Féttatilkynning frá Biskuparáði Norðurlanda 1 (pdf)


Féttatilkynning frá Biskuparáði Norðurlanda 2 (pdf)


Þann 22. mars 2014 endurnýjaði Biskuparáð Norðurlanda
  helgun Norðurlandanna

en hana framkvæmdi Jóhannes Páll páfi II,
sem brátt verður tekinn í tölu heilagra,
í heimsókn sinni í Reykjavík 1989.
Þetta verður hátíðlegt haldið í Lundi í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar.
3.2014

Bænahópur í Krists konungssókn í Reykjavík býður til kyrrðardaga
fyrir fullorðna undir kjörorðinu:
 "Við þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á okkur, og trúum á hann..."
(1Jóh 4, 16).
Frá 9. til 11. maí 2014.
Staður: Dómkirkja Krists konungs í Reykjavík.
Nánari upplýsingar: Sr. Jakub Budkiewicz í s. 5525619.

2.2014
Hirðisbréf Péturs Bürcher biskups fyrir sunnudaginn 23. febrúar 2014


„Verið því fullkomin,“ segir Jesús, „eins og faðir yðar himneskur er fullkominn!“ (Mt 5,48)

Kæru bræður og systur,

Þessi orð Jesú eiga erindi við alla en alveg sérstaklega við reglusystur og reglubræður. Þann 31. janúar 2014 kynnti Joao Braz de Aviz, kardínáli og prefekt Stjórnardeildar klausturreglna og samtaka um postullegt líf, árið 2015 sem „Ár reglusamfélaga“. Frans páfi kallaði eftir því þann 29. nóvember á síðasta ári. „Fyrst ber að nefna,“ sagði kardínálinn „að undirbúningurinn fyrir þetta ár, sem er tileinkað reglusamfélögum, hefur verið unninn í samhengi við 50 ára afmæli annars Vatíkanþingsins ... Þar sem við lítum á þessi 50 ár sem liðin eru frá þinginu sem tímabil náðar fyrir reglusamfélög, markað af návist Andans sem lætur okkur jafnvel upplifa veikleika okkar og ótryggð sem einn þátt í Guðs náð og kærleika, viljum við að þetta ár verði tilefni til þess að minnast hins nýliðna tímaskeiðs með þakklæti“.

Nýlega bauð ég öllum reglubræðrum og -systrum okkar á Íslandi til árlegs fundar. Við báðumst fyrir, mötuðumst, ræddumst við og héldum messu saman. Þessi fundur var einnig þakklætisvottur til þeirra tæplega 40 reglubræðra og -systra sem biðja og starfa nú í Kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Það eru átta regluprestar og eftirtaldar reglusystur:

Íhugunarregla Karmelsystra, OCD, í Hafnarfirði.

Karmelsystur af hinu guðdómlega hjarta Jesú, DCJ, á Akureyri og Egilsstöðum.

Kærleiksboðberarnir, Teresusystur, í Reykjavík.

Mexíkósku systurnar frá Guadalajara í  Landakoti.

Þernur Drottins og Maríu meyjar frá Matará, IVE, í Hafnarfirði og Stykkishólmi.

Flestar þeirra eru ungar! Þær eru tákn vonar fyrir kirkju okkar! Þær eru Guðs gjöf! Þess vegna erum við Guði afar þakklát.

Þakklæti okkar til Guðs nær einnig til fortíðarinnar. Hin ýmsu reglusamfélög hafa starfað á Íslandi í ríflega hundrað ár og hafa verið áhrifamikið afl í kirkjulífinu. Frá árinu 1903 var kaþólska trúboðið á Íslandi leitt af Montfortreglunni. Á 20. öld störfuðu Jósefssystur, Fransiskussystur, Karmelsystur og Sisters of Mercy á Íslandi. Þær unnu og báðust fyrir. Þær byggðu og stýrðu skólum. Þær reistu einnig sjúkrahús og spítala, þar á meðal þá fyrstu hér á landi. Jafnframt stóðu reglusamfélögin fyrir byggingu stærstu kirkjunnar á Íslandi handa kaþólskum, sem þá voru einungis 55 talsins. Það er í dag Dómkirkja Krists konungs sem er yfirfull alla sunnudaga! Auk þess hefur Kaþólska kirkjan á Íslandi nú yfir 17 kirkjum og kapellum að ráða. Þrátt fyrir það þarf hún að byggja eða kaupa ennþá fleiri! Fjöldi kaþólskra á Íslandi hefur nefnilega tvöfaldast á síðustu tíu árum! Hve mikið og dásamlegt verk hafa ekki prestar okkar og reglufólk unnið ásamt virkum leikmönnum til dýrðar Guði og í þjónustu við meðbræður sína! Vissulega hafa einnig verið gerð mistök og syndir drýgðar, en umfram allt hefur mikið gott og uppbyggilegt starf verið unnið! Guði sé lof!

Í þjónustu við yfir 11.000 kaþólska á Íslandi eru nú átta prestar og fjörutíu reglusystur og reglubræður. Flest þeirra eru ung og þau eru einnig mjög virk í trúfræðslu og í þjónustu við ungt fólk og stuðla að nýrri uppsveiflu í Kaþólsku kirkjunni á Íslandi.

Kæru bræður og systur, ennfremur hef ég í hyggju að koma á fót klaustri fyrir karlmenn, helst af Benedikts- eða Ágústínusarreglu sem réðu reyndar á miðöldum yfir nokkrum klaustrum á Íslandi. Stórt land með húsakosti og upphitaðri kirkju er þegar fundið á Úlfljótsvatni. Nú þarf að finna klaustursamfélag! Ég hef þegar lagt mig mikið fram við að finna munka og vona að draumur minn verði brátt að veruleika, draumur sem einnig margir aðrir, jafnt hérlendis sem erlendis, deila orðið með mér! Við viljum á þessu Ári reglusamfélaga sérstaklega biðja fyrir því og það með tilstyrk heilags Jóhannesar Páls páfa II sem brátt verður tekinn í tölu heilagra. Krossinn sem minnir á hirðisheimsókn hans til Íslands og til Norðurlandanna stendur einmitt þegar á þessu landi! Á þessu ári verða tuttugu og fimm ár liðin frá heimsókninni!

Við þökkum Guði fyrir alla okkar rausnarlegu presta og reglufólk sem og starfandi leikmenn í hinni ungu og vaxandi Kaþólsku kirkju á Íslandi! Því skulum við  biðja sérstaklega á þessu ári um margar nýjar kallanir hjá  Guðs lýð!

„Verið því fullkomin,“ segir Jesús, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn!“ Amen.

  Ykkar,
Pétur biskup.

12.2013

Prédikun á jólum 2013
Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup


Kæru bræður og systur,

Ég óska ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla!

María mey fæddi okkur barn: Það heitir Jesús. Hann er frelsari okkar.
Hann er Sonur Guðs.

Fyrir nokkrum dögum lét Frans páfi okkar frá sér fara þessu orð birtunnar. Mig langar til að halda þeim ekki aðeins fyrir mig heldur vil ég færa þau ykkur öll að gjöf um þessi jól:

María „er ávöxtur hins guðdómlega kærleika sem bjargar heiminum.

Og Guðsmóðir hefur aldrei haldið sig fjarri þessum kærleika: Allt líf hennar, allt eðli hennar, er játning undir hinn guðdómlega vilja. Það var alls ekki auðvelt fyrir hana! Þegar engillinn ávarpaði hana með orðunum „þú sem nýtur náðar“, (Lúk 1, 28) varð hún „hrædd“, því að í auðmýkt sinni taldi hún sig einskisverða og fánýta frammi fyrir Guði. Engillinn hughreysti hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita Jesú“ (Lúk 1, 30). Þessi yfirlýsing gerði hana aðeins enn ráðvilltari, því að hún var ekki einu sinni gift Jósef, en engillinn bætti við: „Heilagur Andi mun koma yfir þig ... Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs“ (Lúk 1, 35): María hlustaði á, gaf jáyrði sitt innra með sér, og svaraði síðan: „Ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum“ (Lúk 1, 38).

Leyndardómur þessarar ungu konu frá Nasaret, sem hafði Guð í hjarta sínu, er ekki nýr fyrir okkur. Það er ekki eins og hann væri ætlaður henni einni. Nei, við erum tengd hvert öðru. Í rauninni beinir Guð kærleikssjónum sínum að sérhverjum karli og sérhverri konu! Hann lítur með kærleika til okkar allra. Páll postuli skrifar: „Áður en grunnur heimsins var lagður útvaldi [Guð] oss ... heilög og lýtalaus“ (Ef 1, 4). Þess vegna erum við einnig útvalin af Guði til þess að stunda heilagt líferni, laus við synd. Þetta kærleiksáform sitt endurnýjar Guð í sérhvert sinn sem við nálgumst hann, einkum í sakramentunum“, segir Frans páfi okkar.

Á þessari jólahátíð viljum við öll með Maríu, og einkum og sér lagi með hinum fátæku og kúguðu, líta til Jesú. Þetta litla barn í jötunni er himneskur frelsari okkar. Lítum til hans, einkum þegar myrkrið umlykur okkur í lífinu. Lítum til hans, einkum þegar við verðum fyrir ásökunum. Við erum sæl því að Jesús lítur einnig til okkar og gefur okkur óendanlegan kærleika sinn í fullri gnægð. „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf“ (Jóh 3, 16). Komið ásamt Maríu og Jósef, við skulum tilbiðja hann!

Gleðileg jól.
Amen.12.2013

Friðarljós frá Betlehem til Íslands
 
Þriðjudaginn 17. desember 2013 kom friðarljósið frá Betlehem til Íslands í fyrsta sinn með flugi.
Austurrískt barn kveikti eldinn í fæðingarhelli Jesú og þaðan var flogið með logann til Vínar,
og síðan er ljósinu dreift um allan heiminn.
Frá Kaupmannahöfn kom friðarljósið með flugi WOW air til Keflavíkur.

Friðarljósinu er dreift á þessu ári undir kjörorðinu „Réttur til friðar“.
Þar með er vísað til almennrar yfirlýsingar þeirrar um mannréttindi sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna undirrituðu fyrir 65 árum.
Austurríska útvarpið hafði frumkvæðið að fyrsta flutningi friðarljóssins árið 1986.
Ljósið á að vera boðberi friðar og boða um leið fæðingu Jesú.
Skátahreyfingin hefur stutt þetta verkefni í Evrópu og í ár sjá sendinefndir frá Argentínu og Bandaríkjunum um að dreifa friðarljósinu utan Evrópu.
Að þessu sinni skipuleggur Kaþólska kirkjan dreifinguna.

Að lokinni messu sem hófst kl. 18:00, þriðjudaginn 17. desember 2013, í Dómkirkju Krist konungs í Landakoti, gafst fólki tækifæri til að fá friðarljósið með sér heim.

 
Skrifstofa Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
12.2013

Hirðisbréf
Peter Bürcher,
biskupi


Nú er Ári trúarinnar 2012-2013, með öllum þess viðburðum lokið! Skömmu áður en Benedikt XVI., páfi lét af störfum, sagði hann: „Megi þessir dagar þannig verða að trúarhátíð og hjálpa til þess að
uppgötva aftur trú Kirkjunnar í fegurð sinni og ferskleika; tileinka sér hana sífellt nánar á nýjan leik, svo og boða hana inn í nýja tíma.“

Meðan á þessu ári stóð var ýmislegt gert, bæði í heimskirkjunni og hér í biskupsdæminu, en hér er ekki staður til að telja það allt upp.  Í upphafi spurðum við okkur sjálf: „Hvaða þýðingu hefur þetta ár fyrir hvert og eitt okkar persónulega, hvað viljum við gera í lífi okkar og hverju breyta á þessu ári?“

Mitt persónulega svar var: „Ég þarf að verða betri kristinn maður til þess að ég verði betri biskup.“ Hjá mér snérist þetta, eins og hjá ykkur öllum, fyrst og fremst um að snúa mér af einlægni til hins
lifanda Guðs.  Vegna þess að trú mín, og ykkar, á Son hans Jesúm Krist, á að endurnýjast og styrkjast í krafti Heilags Anda, til þess að boða hann og bera út um heim.

Fyrir fimmtíu árum, þann 11. október 1962, setti Jóhannes páfi XXIII. Annað Vatikanþingið.  Ár trúarinnar hófst á þeim hátíðisdegi, þann 11. október 2012. Fimmtugasta hátíðarárið var velkomið tilefni og jafnframt hvatning til þess að kynna sér að nýju hina innihaldsríku texta og ákvarðanir þingsins.  Mörgu var hrint í framkvæmd, enn meira bíður þess
að verða dýpkað eða þarfnast ef til vill breytinga.

Fyrir okkur verður þetta ár sérstaklega ár tveggja páfa: Tveggja páfa, sem styrkja okkur í trúnni með fordæmi sínu! Líf okkar sjálfra, hvort sem er persónulegt, kirkjulegt eða félagslegt, mótast af mörgum atburðum.  En hvað stendur eftir og hvernig heldur það áfram?

Leiðbeinandi svar má vera að finna í þekktum draumi heilags Don Bosco,
þar sem sagði frá mikilli sjóorustu.  Í draumi þessum er tákn
Kirkjunnar stórt skip, sem fjandsamlegur floti ræðst á og skaðar
margsinnis, en bjargast þó hvað eftir annað.  Stýrimanni hins stóra
skips tekst loks að tryggja skipið örugglega við akkeri milli tveggja
súlna, sem risu upp í miðju hafinu.
Á fyrri súlunni var stór hostía, þar sem á var letrað: „Heill hinum trúuðu“;
á hinni, sem var nokkru minni, var mynd konu og þar stóð: „Hjálp hinna kristnu“.
Súlurnar tvær tákna heilagt altarissakramenti svo og meyjuna og móður
Guðs Maríu, sem getin var án erfðasyndar.  Ásamt páfanum eru þetta
þrjár meginstoðir í lífi kaþólsks manns, sem fylgir Kristi,
frelsaranum og Kristi konungi okkar.

Það mikilvægasta er, sem sagt,  eins og segir í Trúfræðslubók Kaþólsku kirkjunnar: „Altarissakramentið er uppsprettulind og meginatriði alls hins kristna lífs“(LG 11).
„Hin sakramentin tengjast altarissakramentinu og beinast að því; hið sama á við um þjónustu kirkjunnar og postullega starfsemi.

Heilagt altarissakramenti inniheldur frelsandi verðmæti Kirkjunnar að fullu leyti, Krist sjálfan, páskalamb vort.“(PO 5) 1324. „Hugsunarháttur vor er samsamaður altarissakramentinu
og altarissakramentið staðfestir aftur á móti hugsunarhátt vorn“(Ireneus, hæer. 4,18.5)
Kæru bræður og systur, að loknu þessu Ári trúarinnar höldum við hugrökk áfram í vongleði og kærleika.  Við skulum, sérstaklega í heilagri Messu, tengjast í bæn, og biðja með Frans, páfa:
 „Drottinn, ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“

María, okkar himneska móðir, mun daglega fylgja okkur á veginum.

--------------------------------------------------

List pasterski
Biskupa Piotra Bürcher
(Do odczytania 23 i 24 listopada 2013)


Drodzy bracia i siostry,

Rok wiary 2012-2013, z jego wszystkimi wydarzeniami, dobiega końca.
Papież Benedykt XVI, na krótko przed swoją rezygnacją powiedział:
„Niech te dni będą świętem wiary i pomogą nam na nowo odkrywać wiarę
Kościoła w jej pięknie i świeżości, aby zdobyć ją na nowo, pogłębić ją
i głosić ją w nowej erze.”
W diecezji Reykjavik, tak jak w Kościele powszechnym, miało miejsce
wiele wydarzeń w tym roku, których nie sposób tutaj wszystkich
wyliczyć. Na początku zadawaliśmy sobie pytanie: „co ten rok oznacza
osobiście dla każdego z nas, co chcemy zrobić i zmienić w naszym życiu
w ciągu tego roku?”
Moja osobista odpowiedź brzmiała: „Muszę być lepszym chrześcijaninem,
abym mógł być lepszym biskupem”. Dla mnie, podobnie jak i dla was
wszystkich, oznacza to w szczególności nową i pogłębioną przemianę ku
Bogu żywemu. Bo moja i twoja wiara w Jego Syna, Jezusa Chrystusa,
powinna, przez działanie Ducha Świętego, być odnowiona i wzmocniona w
celu jej głoszenia przekazania jej światu.
50 lat temu, 11 października 1962 roku papież Jan XXIII zainaugurował
Sobór Watykański II. Rok Wiary rozpoczął się w tę rocznicę, 11
października 2012. 50-ta rocznica była dobrą okazją i jednocześnie
bodźcem, by na nowo zwrócić uwagę na bogactwo tekstów i uchwał Soboru.
Wiele już zostało wcielone w życie, lecz jeszcze więcej wciąż czeka do
realizacji, czy dalszego rozwoju, lub nawet może zmian.
Dla nas ten rok pozostanie w szczególności rokiem dwóch papieży: dwóch
papieży, którzy umacniają nas przykładem osobistej wiary! Nasze
osobiste, wspólnotowe i społeczne życie naznaczone było również przez
różne zdarzenia. Co zatem pozostaje i w jakim kierunku zmierzamy?
Odpowiedzią, która wskazuje nam drogę jest znana wizja św. Jana Bosco,
w której mowa o morskiej bitwie. W mistycznym śnie Kościół jako wielki
statek, zaatakowany jest przez flotę wroga i uderzany wiele razy,
wielokrotnie odzyskuje swój kurs. Sternik wielkiego okrętu w końcu
zakotwicza go bezpiecznie między dwoma filarami, które stały w morzu.
Pierwszy podtrzymuje dużą hostię z napisem: „Zbawienie wierzących”,
drugi zaś nieco mniejszy z kobietą i napisem: „Wspomożycielka
Chrześcijan”.
Dwa filary symbolizują Najświętszą Eucharystię i Maryję, Niepokalanie
Poczętą Dziewicę i Matkę Boga. Wraz z papieżem, są to trzy filary w
życiu katolika w naśladowaniu Chrystusa naszego Zbawiciela. Chrystusa
naszego Króla!
Najważniejsze jest więc to, co Katechizm Kościoła Katolickiego mówi:
„Eucharystia jest «źródłem i szczytem życia chrześcijańskiego»” (LG
11).
„Pozostałe (...) sakramenty, tak jak i wszystkie kościelne posługi i
dzieła apostolstwa, wiążą się ze świętą Eucharystią i ku niej
zmierzają. W najświętszej Eucharystii zawiera się bowiem całe dobro
duchowe Kościoła, to znaczy sam Chrystus, nasza Pascha” (PO 5) 1324.
„Nasz sposób myślenia zgadza się z Eucharystią, a Eucharystia ze swej
strony potwierdza nasz sposób myślenia.” (św. Ireneusz, 4,18,5).
Drodzy bracia i siostry, po tym roku wiary wszyscy kroczymy odważnie w
nadziei i miłości! Często módlmy się, szczególnie uczestnicząc we Mszy
świętej, wraz z naszym Ojcem Świętym:
„Wierzę Panie, ale wzmocnij moją wiarę!”
Maryja, nasza Matka z Nieba, będzie towarzyszyć nam każdego dnia na
naszej drodze.11.2013

Fréttatilkynning 15. nóvember 2013

„Stöndum öll saman!“


Herra Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup, er harmi sleginn vegna hinnar miklu neyðar sem nú ríkir meðal íbúa Filippseyja. Hann ákallar alla kaþólikka í biskupsdæmi sínu til þess að styðja íbúana á hamfarasvæðunum með bænum sínum og með framlögum til hjálparstarfs.

Hann hvetur allar sóknir til þess að standa fyrir söfnun síðasta sunnudaginn á Ári trúarinnar, þann 24. nóvember. Ágóðinn mun renna til einnar hinna íslensku góðgerðarstofnana sem safna fyrir þetta málefni.
Í bænum sínum minnist Pétur biskup allra þeirra manna sem þjást í Asíu, Afríku, Mið-Austurlöndum og sérstaklega í filipíska samfélaginu á Íslandi auk allra fórnarlamba í heimalandi þeirra. Hann þakkar
trúuðum fyrirfram fyrir allan auðsýndan stuðning.

Af þessu tilefni og allra annarra áhyggjuefna okkar verður efnt til þriggja bænadaga í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti, föstudaginn 15., laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. nóvember 2013.  Bænahaldið
hefst í hvert skipti með messu klukkan 18 og stendur til 22.

Pétur biskup býður alla hjartanlega velkomna til þess að taka þátt í þessu tákni um samstöðu.

Kaþólska kirkjan á Íslandi11.2013

Pílagrímsferð til Skálholts

Úlfljótsvatnskirkja

Messan var sungin í Úlfljótsvatnskirkju á leiðinni í Skálholt
Pílagrímarnir og LMC hópurinn saman.
---------------

Jón Arason

Pílagrímarnir vitja minnisvarðans
um herra Jón Arason, biskup og píslavott í Skálholti.10.2013

Pílagrímsferð Reykjavíkurbiskupsdæmis til Rómar vegna töku Jóhannesar páfa XXIII og Jóhannesar Páls páfa II í tölu heilagra 27. apríl 2014.Boni

"Boni-bus"9.2013
Krossganga 2013

Krossgangan frá Hveragerði til Riftúns 2013


9.2013
Samkoma 20139.2013

Frans páfi

Friðarbæn (pdf)

8.2013

Hjálpið okkur að skrá kaþólskt fólk

Á Íslandi eru allir landsmenn skrásettir hjá Þjóðskrá eftir því hvaða trúfélagi þeir tilheyra. Af 320.000 íbúum landsins eru 11.000 skráðir kaþólskir. En vitað er að mörg þúsund fleiri kaþólskir eru á Íslandi sem enn hafa ekki skráð sig.

Hverjir hafa aðgang að skráningarskýrslunum?
Aðeins kirkjan hefur aðgang að nöfnum og heimilisföngum þeirra sem skráðir eru – enginn annar. Ríkisvaldið hefur engan aðgang að nöfnunum eða heimilisföngunum. Ríkisvaldið safnar aðeins upplýsingum um fjölda þeirra sem skráðir eru.

Hvers vegna er mikilvægt að fólk skrái sig?
Skráningin veitir prestinum mikilvægar upplýsingar um sóknarbörn sín og auðveldar honum að veita þá þjónustu sem búist er við af honum.
Íslenska ríkið veitir kirkjunni fjárhagslega aðstoð í samræmi við fjölda þess kaþólska fólks sem skráð er. Þessi upphæð er ekki mjög há (697,- kr. á mánuði) en er samt nauðsynleg til að standa undir starfi Kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Skráningin kostar þig ekki krónu!

Hvernig á að skrá sig?

Hægt er að skrá sig beint hjá Þjóðskrá, Borgartúni 21, Reykjavík (opnunartími: 10.00 til 15.00).
Einnig er hægt að skrá sig hjá sýslumanni.
Hægt er skrá sig á netinu Farið á <skra.is> og fyllið út eyðublaðið A-280 (fyrir fullorðna og börn 16 ára aldri eða eldri) eða eyðublaðið A-281 (fyrir börn að 15 ára aldri). Þessi eyðublöð eru aðeins til á íslensku.
Prestarnir ykkar geta aðstoðað við skráninguna. Þeir eru með eyðublöðin og geta fyllt þau út fyrir ykkur en þið verðið þó að undirrita þau. Foreldrar rita undir fyrir börn sín. Börn eldri en 12 ára verða þó að undirrita sjálf.
Sendið skráningareyðublaðið til Þjóðskrár eða Skrifstofu kaþólska biskupsins, Hávallagötu
14, 101 Reykjavík.

Hjálpið okkur:
    Skráið ykkur ef þið hafið ekki þegar gert það.
    Biðjið kaþólska ættingja ykkar, vini og nágranna að skrá sig.
    Aðstoðið okkur með því að heimsækja nýkomnar kaþólskar fjölskyldur, bjóðið þær velkomnar og hjálpið þeim    að skrá sig.

Frekari upplýsingar í s. 552 5388.

_________________________________________________________________________________


Help us to register our Catholics


    In Iceland there is an official regisration at the National Registry of Iceland for the religious affiliation of all residents. From about 320.000 residents in Iceland, there are some 11.000 registered as Catholics. But it is known that several thousand more Catholics are in Iceland who are not yet registered.

Who has access to the registration?
    Only the Church has access to the names and addresses of the registered persons – nobody else. The State has no access to the names or addresses. The State collects only the number of registered persons.

Why is it important to register?
The registration gives the necessary information to the priest about his parishioners and helps him to provide the ministry expected from him.
The Icelandic State grants some financial support to the Church according to the number of registered Catholics. This support is not very high (kr. 697.-/pers./month) but is still very necessary for running the activities of the Catholic Church in this country. The registration does not take one króna from you!

How to register?
    One can register directly at the National Registry of Iceland (Þjóðskrá), Borgartún 21, Reykjavík (Office hours: 10:00 to 15:00).
    One can register at the Sheriff's office (Sýslumaður).
    It is possible to register on-line. Go to <skra.is> and fill out form A-280 (for adults and children of 16 years of age and older) or form A-281 (for children up to 15 years). The form is available only in Icelandic.
    Your priest can assist you with the registration. He has the form and can fill it out for you, but you must sign it. Parents sign for their young children. Children 12 years and older must sign for themselves.
    Send your registration form to the National Registry of Iceland or to the Catholic Bishop's Chancery, Hávallagötu 14, 101 Reykjavík.

Help us:
    Register, if you have not yet done so.
    Invite Catholic relatives, friends, and neighbours to register.
    Assist us with visiting newly-arrived Catholic families, welcoming them and helping them to register.

Further information at 552 5388.

_________________________________________________________________________________


Pomóż nam zarejestrować naszych Katolików

Osoby mieszkające na terenie Islandii zobowiązane są do zarejestrowania swojej przynależności religijnej w Krajowym Rejestrze. Z około 320000 mieszkańców Islandii, około 11000 jest zarejestrowanych jako katolicy. Ale według posiadanej wiedzy jest jeszcze kilka tysięcy osób mieszkających w Islandii, które nie są jeszcze zarejestrowane.

Kto ma dostęp do listy zarejestrowanych?

Tylko Kościół ma dostęp do danych personalnych i adresów osób zarejestrowanych i nikt więcej. Rząd nie ma dostępu do tych nazwisk i adresów. Rząd zbiera jedynie dane nt. liczb zarejestrowanych osób.

Dlaczego ważne jest, aby się zarejestrować?

- Rejestracja daje konieczne informacje księżom o ich parafianach i pomaga zaoferować taką posługę, jaka jest od nich oczekiwana.
- Rząd Islandzki przeznacza wsparcie finansowe dla Kościoła według liczby zarejestrowanych Katolików. To wsparcie nie jest zbyt wysokie (kr. 697.-/osobę/miesięcznie), ale jest to wciąż bardzo ważne dla prowadzenia działalności  Kościoła Katolickiego w tym kraju. Bycie zarejestrowanym nie kosztuje Cię nawet jednej korony!

Jak się zarejestrować?

Można się zarejestrować bezpośrednio w Krajowym Rejestrze (Þjóðskrá), Borgartún 21, Reykjavík (Godz. otwarcia: 10:00 – 15:00).
Można również zarejestrować się  bezpośrednio w biurze Wojewody (Sýslumaður).
Istnieje możliwość rejestracji przez internet. Wchodzimy na stronę <skra.is> i wypełniamy formularz A-280 (dla dorosłych oraz dzieci od 16 roku życia) lub formularz A-281 (dla dzieci do 15 roku życia). Formularze dostępne są tylko w języku islandzkim.
Ksiądz może pomóc w Ci w dokonaniu rejestracji. Posiada formularze i może je wypełnić za Ciebie, ale musisz je osobiście podpisać. Rodzice podpisują za ich małe dzieci. Dzieci 12- letnie i starsze muszą podpisać się samodzielnie.
Wyślij formularz rejestracyjny (deklarację) do Krajowego Rejestru lub do Kancelarii Biskupa, Hávallagötu 14, 101 Reykjavík.

Pomóż nam:
Zarejestruj się jeśli jeszcze tego nie uczyniłeś.
Poproś o rejestrację krewnych, przyjaciół i sąsiadów, którzy są katolikami.
Pomóż nam odwiedzić nowoprzybyłych katolików i ich rodziny witając ich i pomagając im się zarejestrować.

Więcej informacji pod nr. tel.: 5525388.


6.2013

Biskup Gijsen

Jóhannes Gijsen
fyrrum Reykjavíkurbiskup er látinn


Jóhannes Gijsen, sem gegndi embætti Reykjavíkurbiskups Kaþólsku kirkjunnar um nokkurra ára skeið, lést í Hollandi mánudaginn 24. júní 2013.

Jóhannes biskup fæddist 7. október 1932 í Oeffelt í Hollandi. Hann lærði til prests í Hollandi og var að lokinni prestvígslu aðstoðarprestur í tvö ár í stóru prestakalli en lagði eftir það stund á nám í sögu og guðfræði, einkum þó kirkjusögu, og kenndi jafnframt á báðum stigum prestaskóla í Roermondbiskupsdæmi í Hollandi. Hann var að búa sig undir að verða prófessor í Þýskalandi þegar Páll páfi VI skipaði hann biskup í Roermondbiskupsdæmi. Þar gegndi Jóhannes biskup embætti árin 1972-1993.

Næstu tvö árin átti hann við veikindi að stríða en eftir að hann náði heilsu á ný skipaði Jóhannes Páll II páfi hann, frá og með 13. október 1995, umsjónarmann Reykjavíkurbiskupsdæmis, en svo nefnist eina biskupsdæmi Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann var síðan settur í embætti Reykjavíkurbiskups 24. maí 1996. Hann gegndi embætti Reykjavíkurbiskups til 30. október 2007.

Síðustu árin dvaldi Jóhannes Gijsen biskup í borginni Sittard í Hollandi og lést þar eftir erfið veikindi 24. júní 2013.

Jóhannes Gijsen biskup

Jóhannes Gijsen biskup

R.I.P.
3.2013

Pope Francis

FRANS PÁFI

Hér fylgir í íslenskri þýðingu bréf sem Pétur Bürcher, kaþólski biskupinn á Íslandi sendi í kvöld, 13. mars 2013, hinum heilaga föður Frans páfa í tilefni af kjöri hans.

Heilagi faðir,

 
sem Reykjavíkurbiskup og fyrir hönd allra presta, reglubræðra og -systra, svo og allra leikmanna í biskupsdæmi mínu, þakka ég yður frá rótum hjarta míns fyrir að taka að yður þá þungu byrði að vera hirðir kirkjunnar allrar.
 
Á Íslandi, hinu einangraða eyríki, þar sem kaþólskir eru í minnihluta, er tilfinningin að tilheyra heimskirkjunni mikil huggun og hvatning sem tengir oss enn frekar eftirmanni heilags Péturs postula.
 
Guð geymi yður! Megi Heilagur Andi styðja yður til þess að vera öllum til heilla, sem þér standið fyrir sem æðsti hirðir.
 
Heilagi faðir, í yðar þágu stíga bænir vorar til himna ásamt heitustu heillaóskum í Kristi og Maríu.
 
+ Pétur Bürcher
Reykjavíkurbiskup
5.2013

Fyrsta útgáfa
rómverskrar messubókar
á íslensku


Ný messubók

* Frá athöfninni í kirkjunni.  (Efst)
* Biskupinn afhendir forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni fyrsta eintak.
* Biskupinn og hans heilagleiki Frans páfi tala saman.
* Páfagarði var einnig afhent eitt eintak í hvítu bókbandi.


Ný messubók


4.2013

Fréttatilkynning

Séra Tímur Zolotuskiy,
Frú Agnes M. Sigurðardóttir
og Herra Pétur Bürcher,
varðandi brottnám kristins fólks í Sýrlandi.Við, ásamt kirkjuleiðtogum um heim allan lýsum yfir hluttekningu okkar vegna örlaga svo margra kristinna einstaklinga, einnig þeirra tveggja biskupa sem voru numdir á brott, hins sýrlensk-orþodoxa biskups Youhanna Ibrahim og hins grísk-orþodoxa biskups Boulos al-Yaziji.

Grípa verður til aðgerða sem fyrst til að frelsa þá úr höndum mannræningjanna. Mannrán eru ekki leiðin til að leysa deilur milli stríðandi aðila.

Jafnframt hvetjum við íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að þrýsta á stríðandi aðila í Sýrlandi til að virða og vernda réttindi allra minnihlutatrúarhópa, sama hverjir þeir eru.

Megi réttlæti og friður sigra fyrir mátt bænar og samstöðu!

Séra Tímur Zolotuskiy,
fyrir hönd Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar
    Biskup Agnes M. Sigurðardóttir,
fyrir hönd Þjóðkirkjunnar
    Biskup Pétur Bürcher,
fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi

Reykjavík, 27. apríl 2013
4.2013

Til hamingju!

Fermingar í Maríukirkju 27. apríl 2013

Fermingar í Maríukirkju
27. apríl 2013


Fermingar í Landakot

Pólskar fermingar í Kristskirkju
20. apríl 2013
2.2013

Messa

 
Þann 26. febrúar 2013 kl. 18.00 söng Herra Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup, hátíðlega messu í Dómkirkju Krists konungs til að þakka Guði fyrir átta ára farsæld Benedikts XVI í páfaembætti og um leið til að ákalla Heilagan anda vegna páfakjörs í Rómarborg.


Predikun Peter Bürcher, biskups
26. febrúar 2013
í Dómkirkju Krists konungs
Reykjavík


Kæru meðbræður í prestsþjónustu,
háttvirtu fulltrúar kirkju, stjórnmála og utanríkisþjónustu,
kæru bræður og systur,
ég hitti Benedikt, páfa margsinnis.  Hver var hann? Hann sagðist sjálfur vera: „auðmjúkur verkamaður í víngarði Drottins.“ Sem páfi, í nærfellt átta ár, var hann þessi auðmjúki verkamaður og vill vera það áfram allt til æviloka, en nú á annan og auðmýkri hátt.

Hvert sinn sem ég hitti hann, upplifði ég hjá honum þessa eðlilegu auðmýkt. Það er auðmýkt mikillar sálar! Það er auðmýkt Guðsmannsins! Með nýlegri ákvörðun, sem hann tók af fullkomlega frjálsum vilja, vill hann vera maður Guðs, sem elskar kirkju Guðs.  Hann telur sig ekki lengur færan um að þjóna henni á mannlegan hátt en vill nú þjóna henni af auðmýkt í anda spámannsins og hinna miklu bænamanna.

Hann yfirgefur sem sagt ekki víngarð Drottins.  Hann vill vinna þar á annan hátt... Hann vill vera áfram fyrir kirkjuna sem maður Guðs.  Og ég er sannfærður um, að þessi auðmjúki og nýi verkamaður, mun færa kirkjunni ríkulegan ávöxt, og þó sérstaklega fyrir eftirmann sinn, nýjan hirði heimskirkjunnar.

Með góðum árangri en ekki síður erfiðleikum, hætti Benedikt XVI. í auðmýkt á að leita Guðs og sannleikans. Líkt og heilagur Jósef, heilagur verndardýrlingur hans, var hann hinn réttláti, maður Guðs! Ákvörðun hans sýnir algjöran heiðarleika hans, vitsmunalegan heiðarleika, heiðarleika við sjálfan sig og heiðarleika hans í því að vilja þjóna kirkjunni henni til góðs.

Rauða, eða ef þér viljið heldur segja, hvíta þráðinn í átta ára páfadómi hans, má draga saman í orðunum „að setja Guð í fyrsta sæti.“ „Það er ekki auðvelt að taka opinberlega afstöðu gegn ákvörðunum, sem margir líta á sem sjálfsagðar“, endurtók hann tveimur dögum eftir að hafa tilkynnt afsögn sína. Til þess eru sinnaskipti nauðsynleg. „Einn af þáttum þessara sinnaskipta er, að setja Guð aftur í fyrsta sæti.  Þá verður allt öðru vísi. Það er nauðsynlegt að minnast aftur orða Guðs, til þess að láta ljós þeirra sem raunveruleika, gagntaka líf okkar. Við þurfum, ef svo má segja, að hætta aftur á að fá reynslu af Guði til þess að láta hann virka í samfélagi okkar.

Þetta er bergmál af fyrsta páfabréfi hans „Deus Caritas Est“, sem út kom á jóladag 2005 og gaf tóninn fyrir páfadóm hans frá upphafi: „Í upphafi kristni, er engin siðferðileg ákvörðun eða stórkostleg hugmynd, heldur kynni af atburði, af persónu, sem gefur lífi okkar nýjan sjóndeildarhring og þar með ákveðna stefnu.  Í guðspjalli sínu lýsir Jóhannes þessum atburði með eftirfarandi orðum: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir(...) hafi eilíft líf.“ (3,16) Er upphaf kristins lífs, fyrir okkur jafnt sem fyrstu lærisveinana, ekki að mæta Jesú Kristi?  Af því leiðir allt annað og Benedikt XVI. hefur á skynsamlegan hátt og í auðmjúkri þjónustu helgað sig samkvæmt þessu.

Ég vitna í hann: Í predikun þann 1. desember 2009 segir hann:
„Vér höfum heyrt, að Drottinn lofaði Föðurinn af því að hann hefur hulið hinum vitru og fræðimönnum hinn djúpa leyndardóm Sonarins, leyndardóm þrenningarinnar, hinn Kristsfræðilega leyndardóm, en opinberað hann hinum lítillátu, þeim sem eru ekki lærðir, ráða ekki yfir mikilli menningu“ Þetta leiðir hann til spurningar, sem hann svarar: „Allt þetta lætur oss spyrja: Hvers vegna er þetta svo? Er kristni trúarbrögð þeirra sem eru óskynsamir, menningarsnauðir og ómenntaðir?  Hættir trúin þar sem skynsemin tekur við?  Hvernig má skýra þetta? Vér þurfum að líta aftur til sögunnar.  Það sem Jesús sagði, það sem finna má á hverri öld, það er satt.  En hinir smáu eru til sem jafnframt eru lærðir.“  Þetta segir mikið um þann, sem þarna talar: hann þolir ekki sjálfumglaðan hroka, innantóman heiður... kristilegt líf er fólgið í auðmýkt gagnvart sannleikanum, en einmitt þess vegna ætti skynsemin að meta það.

Stöðug auðmýkt Benedikts XVI. lýsir upp og geislar af óvenjulegum gáfum hans.  Þetta auðmjúka viðhorf gerði honum kleift að setja sig sjálfan til hliðar og gera Guð að útgangspunkti tilveru sinnar. Það er náð hins sanna guðfræðings.  Að viðurkenna takmarkanir sínar og veikleika frammi fyrir Guði, það eru auðmýkt og gáfur sem líkamnast! „Vér verðum að samþykkja að vera fátæk og máttvana og það er vandinn, það hafði heilög Teresa frá Lisieux, hin litla Teresa þegar upplifað.“  Þess vegna varð hún merkasti dýrlingur síðari tíma.  Ég er viss um, að Benedikt XVI., hinn auðmjúki verkamaður, sem bráðlega dregur sig undan athygli heimsins í klaustur á Vatikanhæð, mun sífellt meir líkjast þessum dýrlingi og það allri kirkjunni til heilla.  Amen.11.02.2013

Fréttatilkynning

Fréttin kemur í dag einnig til Íslands „eins og þruma úr heiðskíru lofti“:  Benedikt páfi hættir störfum sem páfi í lok febrúar. Hann finni hversu erfitt sé að sinna starfi þessu til heilla fyrir kirkjuna.  Eftir að hafa hvað eftir annað skoðað samvisku sína frammi fyrir Guði, hafi hann tekið ákvörðun sína af algjörlega frjálsum vilja og kirkjunni til heilla, sagði hann í dag við kardinálana í Róm.

Biskup og kaþólskir menn á Íslandi þakka hinum heilaga Föður fyrir þjónustu hans í embætti Péturs, innta af hendi af sterkri trú á frábæran hátt. Þeir halda áfram að biðja í fullri einingu með honum og með kirkjunni um heim allan.

Þeir taka undir orð Benedikts XVI. páfa sjálfs: „ og nú, látum oss fela heilaga kirkju umsjá æðsta prests vors, Drottins vors Jesú Krists, og ákalla heilaga Maríu, móður hans, svo að hún aðstoði kardínálana með móðurlegri umhyggju sinni við að kjósa nýjan páfa.“

Með þökk, trú, von og kærleika.

Pétur Bürcher, biskup í Reykjavík


 Sjá einnig :  http://www.vatican.va/

 


Öskudagur

Ár trúarinnar   Prédikanir árs trúarinnar   Ár trúarinnar

Prédikun Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups
Desember 2012


„Ég trúi á Jesúm Krist ... getinn af Heilögum Anda, fæddan af Maríu mey“.


Kæru bræður og systur,

Hvað merkja orðin „ég trúi á“? Að trúa á, hér Jesúm Krist, merkir að „treysta á hann“, „reiða sig á hann“, „gefa sig við“, „ég treysti honum og orði hans fullkomlega“. Þessu má ekki blanda saman við „ég held að ...“, sem merkir eitthvað í líkingu við „ég tel að ...“, „ég geri ráð fyrir að“, „ég er ekki viss um hvort“. Nei, hér snýst málið um örugga trú mína á Jesúm Krist, það er að segja í anda bænarinnar: „Herra, ég trúi, hjálpa þú vantrú minni!“

Fegursti dagur lífs míns var skírnardagur minn. Á þessum degi spurði presturinn: Hvað á barnið að heita? Hvers væntið þið af kirkju Guðs? Trúarinnar. Og hann spurði áfram: Eruð þið reiðubúin að ala barnið ykkar upp í kristinni trú, svo að það öðlist eilíft líf? Já. Hver sá sem vill öðlast það líf á að halda boðorðin: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.“ Og: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þar með lá allt ljóst fyrir fjölskyldu minni og mér og þrjár víddir lífsins voru ákveðnar: Trúin, eilífa lífið og kærleikurinn.

Á þessu Ári trúarinnar ættum við að athuga hvað Trúfræðslurit Kaþólsku kirkjunnar segir um þetta. Við fögnum því á þessu ári að tuttugu ár eru liðin frá þvíað það var gefið út. (484) Boðunin sem María fékk er upphaf „fyllingar tímans“ (Gal 4, 4): Það er að segja fullnustu á fyrirheitum og undirbúningi Guðs. María var kölluð til að taka á móti honum sem í „býr öll fylling guðdómsins líkamlega“ (Kól 2, 9). Svar guðdómsins við spurningu hennar: „Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“ (Lk 1, 34) var gefið af mætti Andans: „Heilagur Andi mun koma yfir þig“ (Lk 1, 35).

Já, mín kæru, Heilögum Anda er ekkert um megn! (485). Erindi Heilags Anda er ávallt bundið og samhæft erindi Sonarins ... Heilagur Andi, Drottinn og lífgari, er sendur til að helga skaut Maríu meyjar og gera það frjósamt á guðdómlega vísu svo að hún meðtaki eilífan Son Föðurins, en hann fær mannlegt eðli sitt frá henni.

Þannig hefur kona, og meira að segja einstök kona, þökk sé Heilögum Anda, haldið innreið sína í hjálpræðissögu okkar. Kona að nafni María á þannig einnig sinn sess í postullegri trúarjátningu okkar. Er það ekki afar mikilvægt, bæði hvað snertir nútímalegan skilning okkar á hlutverki konunnar, en einnig varðandi samkirkjulegar samræður okkar tíma?

Já, Jesús Kristur, Sonur Guðs, er fæddur af konu, Maríu mey. Í stóru trúarjátningunni (Níkeujátningunni) biðjum við einnig: „Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar, steig hann niður af himni, klæddist holdi fyrir Heilagan Anda af Maríu mey og gjörðist maður.“ Kirkjuþingið í Kalkedon 451 notaði hugtakið Theotokos (Guðsmóðir) um Maríu á afar skýran hátt.

Feður Austurkirkjunnar kalla Guðsmóður „hina alheilögu“ (Panhagia) og vegsama hana sem „hreina af öllum flekk syndar, eins og mótuð væri af Heilögum Anda og mynduð sem ný sköpun“ (LG 56). Með náð Guðs var María hrein af öllum syndum allt æviskeið sitt (493). Engillinn sagði við Jósef um Maríu, brúði hans: „Barnið, sem hún gengur með, er af Heilögum Anda“ (Mt 1, 20). Og Jesaja spámaður hafði áður sagt: „Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son“ (Jes 7, 14).

Nú nálgast jólin! „Barn er oss fætt, hann heitir Immanúel, Guð með oss!“ Með jáyrði sínu, og þökk sé trú hennar, má sannarlega kalla Maríu Guðsmóður. Í öllu eðli sínu er hún „ambátt Drottins“ (Lk 1, 38).

Þess vegna játum við og biðjum, kæru bræður og systur: „Ég trúi á Jesúm Krist … getinn af Heilögum Anda, fæddan af Maríu mey“. María færir okkur sífellt nær Kristi, Syni Guðs, og til okkar himneska Föður. Hann vill dag hvern gefa okkur Heilagan Anda sinn okkur til gleði og fyllingar hjálpræðisins. Við verðum ný vitni hinnar endurnýjuðu boðunar fagnaðarerindisins. „Drottinn, ég trúi, hjálpa þú vantrú minni! Kom, ó, Immanúel!“  Amen.

Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup

___________________________
___________________________

Útvarpsmessa sunnudaginn 30. desember 2012
Dómkirkja Krists konungs


Séra Jakob Rolland

Kæru bræður og systur í Kristi,
góðir hlustendur nær og fjær.

Á þessum síðasta sunnudegi ársins er okkur ljúft að dveljast um hríð við jötu Frelsarans í fjárhúsinu í Betlehem. Við höldum jólahátíð ekki eingöngu á einum degi heldur í tvær vikur. Það er eins og heilög kirkja sé hugfangin af öllu því sem gerðist kringum fæðingu Drottins og hún veltir fyrir sér aftur og aftur þeim atburðum sem breyttu rás sögunnar og færðu mannheimi nýja von. Oss er Frelsari fæddur. Nafn hans er Immanúel, Guð með oss.

En í dag viljum við beina athygli okkar sérstaklega að heilagri fjölskyldu, að Jesú, Maríu og Jósef. Jesús hefði getað komið í heiminn sem fullvaxinn maður, en ekki sem barn. Hann hefði meira að segja getað endurleyst heiminn með einu bænarorði án þess að þurfa að taka á sig erfiði og þjáningar. Það hefði nægt að segja við Föðurinn á himnum: Faðir, fyrirgefðu þeim, þeir vita ekki hvað þeir gera. Með slíkri bæn hefði Jesús þegar fullnægt öllu réttlæti og komið á sáttum milli Guðs og manna. En Jesús valdi aðra leið. Hann gerðist lítið barn, hann fæddist í fjárhúsi, fátækur og umkomulaus, ósjálfbjarga eins og öll mannanna börn sem fæðast í þennan heim. Hann þurfti á skjóli fjölskyldunnar að halda, hann upplifði sjálfur allt það sem færir mannlegum fjölskyldum bæði gleði og sorg, hið blíða og hið stríða. Með því að lifa meginhluta ævi sinnar innan vébanda fjölskyldunnar helgaði hann fjölskyldulífið og setti þar með forgangsröð í endurlausnarverki sínu.

Fjölskyldan er vettvangurinn þar sem Guð er með oss, þar sem Drottinn opinberar nærveru sína og kærleika, þar sem helgun mannssálarinnar á sér stað, þar sem dyggðir á borð við réttlæti, hófsemi, miskunn, fyrirgefningu og örlæti mega njóta sín og blómgast. Fyrsta verkefni Jesú hér á jörðu felst í því að helga fjölskyldulífið og það gerir hann ekki með einu orði eða einni setningu heldur með því að lifa í meira en þrjátíu ár í hljóði í sinni fjölskyldu. Forgangsröðin liggur þar, svo að ekki verður um villst. Og forgangsröðin liggur þar hjá okkur. Helgun fjölskyldunnar er allra fyrsta verkefnið sem kristnir menn taka á sig, umfram öll önnur. Ef friður jólanna á að færast inn í okkar heim, inn í landið okkar, inn á heimili okkar, þá verðum við að byrja á því að hlúa að fjölskyldunni og leggja rækt við það hugarfar og þá siði sem vernda og fóstra heilbrigt og hamingjusamt fjölskyldulíf. Allt hitt, sem við lesum um kristindóminn, svo sem bænin, guðræknin, hjálpsemin og mannkærleikurinn, sprettur af kærleikanum sem við fáum að gjöf í fjölskyldunni. Jesús færir heiminum frið, varanlegan frið, en þessi friður verður að veruleika eingöngu á vegum fjölskyldunnar. Þetta er leiðin sem Frelsarinn valdi.

Því er í dag tilvalið að þakka Guði af öllu hjarta fyrir gjöf fjölskyldunnar. Við megum til með að þakka fyrir allt það sem fjölskyldur okkar hafa gefið okkur, allt frá fyrstu dögum ævinnar. Væntumþykja, umönnun og kærleikur eru vöggugjöf, bæði frá eigin fjölskyldu og einnig frá öðrum fjölskyldum kringum okkur. Ekki verður nógsamlega þakkað fyrir það sem feður, mæður og systkini gefa af sér til þess að hvert mannsbarn fái að alast upp í hlýju umhverfi og upplifi það andrúmsloft kærleikans sem eingöngu fjölskyldan veitir.
    En um leið og við þökkum fyrir það liðna verður okkur einnig hugsað til framtíðarinnar, og þar getum við ekki horft framhjá þeim hættum sem ógna friðhelgi fjölskyldunnar.

Vantar ekki eitthvað upp á hjá okkur? Er ekki þörf fyrir það að við, sem myndum þetta þjóðfélag, vökum til meðvitundar og setjum aftur rétta forgangsröð í lífi okkar? Er ekki kominn tími til að hlúa að fjölskyldunni og kenna yngri kynslóðinni að bera djúpa virðingu fyrir öllum þeim dyggðum sem nauðsynlegar eru til þess að byggja upp farsælt fjölskyldusamfélag? Hvað um hjálpsemi, um fórnfýsi, um örlæti, um auðmýkt, um hreinlífi, um virðingu fyrir eigin líkama og líkama annarra? Því miður heyrum við miklu oftar að unga fólkið sé hvatt til þess að njóta lífsins, jafnvel á kostnað náungans ef þörf krefur, og það er blekkt með ýmsum fölskum fyrirheitum. Taumlausu lauslæti og lostafullri girnd er gert hátt undir höfði, oft með samþykki yfirvalda, án þess að nokkur maður þori að láta til sín heyra og mótmæla. Háar fjárhæðir eru lagðar í það að blekkja unga fólkið og spilla saklausum sálum.

En er allt kærleikur sem fær nafnið ást? Lauslæti lítur út eins og ást, en er alls óskylt ástinni, rétt eins og falsaður dollaraseðill lítur út eins og dollaraseðill en er það ekki, heldur fölsun sem er einskis virði. Ást án ábyrgðar, án skuldbindingar, án virðingar náungans, er ekki ást heldur fölsun. Ást sem kostar ekki neitt er einskis virði, hún er eins og falsaðir peningar, og sá sem vill byggja ríkidæmi sitt á fölsuðum peningum er heimskur. Sá sem leitar hamingjunnar í taumlausri nautn líkama síns er heimskur, hann fær engan kærleika til baka og endar bláfátækur í einsemd sinni. Á ég að samþykkja þegjandi þessa fölsun? Nei, takk. Á ég að samþykkja að heil kynslóð fari vill vegar og sé vísvitandi svipt þeim réttindum að alast upp við dyggðir og virðingu? Nei, takk. Má ég þegja við unga fólkið um þau gildi sem mynda grunn fjölskyldunnar? Má ég bannfæra umræðuna um hreinlífið, um sakleysið, um það sem göfugt er og fallegt og byggir upp ungar sálir? Nei, takk.

Boðskapur jólanna er skýr, í dag eins og fyrir 2000 árum. Við öll þráum frið innst í hjörtum okkar, en þessi friður byrjar í fjölskyldu okkar, alveg eins og Jesús Kristur byrjaði endurlausnarverk sitt í heilagri fjölskyldu. Móðir Teresa frá Kalkútta sagði oft: Friður í heiminum, friður í hjörtum yðar, friður í fjölskyldum yðar: elskið litlu börnin. Biðjum litla barnið í Betlehem að hjálpa okkur að opna hjörtu okkar fyrir nærveru hans og undrast þetta kraftaverk sem fjölskyldan er. Biðjum hann um að helga fjölskyldur okkar, að hjálpa þeim að yfirvinna erfiðleika líðandi stundar og láta ekki hugfallast þegar sorgin ber að dyrum. Biðjum innilega að nýja árið færi okkur hamingju og að fjölskyldur okkar megi vaxa í ást og samlyndi og vera okkur öllum griðastaður kærleikans. Amen.

Sr. Jakob Rolland

___________________________
___________________________

Nóvember 2012

„Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn“

Bræður og systur. Það er ætíð hlutverk hvers sem trúir að leiða aðra til trúar. Og það á sannarlega enn betur við á þessu Ári trúarinnar. Drottinn vor Jesús Kristur vill nota okkur í þessu skyni. Hann vill að við berum birtu hans inn í þennan dimma heim. 

En það verður að vera hans birta en ekki okkar sem af okkur skín. Við verðum að miðla fagnaðarerindi hans en ekki okkar. Við verðum að fara að hans vilja en ekki okkar. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa góðan skilning á trúarjátningunni. Jú, við þekkjum hana, förum með hana og biðjum hana, en höfum við nokkurn tímann staldrað við og hugsað um merkingu hennar? Höfum við íhugað hana?

En við verðum að ganga skrefi lengra. Hinn heilagi faðir, Benedikt páfi XVI, skrifaði í Postullegu bréfi sínu, Porta Fidei: „Guðspjallamaðurinn Lúkas segir frá því að þegar Páll var í Filippí hafi hann boðað nokkrum konum fagnaðarerindið á hvíldardaginn. Meðal þeirra var Lýdía og „opnaði Drottinn hjarta hennar og hún tók við því sem Páll sagði“ (Postulasagan 16, 14). Í þessari setningu felst mikill boðskapur. Guðspjallamaðurinn Lúkas  kennir okkur að ekki sé nóg að þekkja inntak þess sem trúa skal heldur verði hjartað, sá staður í hverjum manni sem helgur er, að opna sig fyrir þeirri náð sem gerir honum kleift að sjá undir yfirborðið og skilja það sem boðað hefur verið með orði Guðs.“ Þetta merkir að við verðum bæði að hafa opinn huga og opið hjarta!

Nú skulum við snúa okkur að trúarjátningunni og einkum þó þessum orðum: „Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn.“ Þetta er stutt setning en þýðingarmikil.

„Ég trúi á Jesúm Krist.“ Nafnið „Jesús“ merkir „Guð frelsar“. Hann frelsar okkur  undan syndum. Þar sem syndin er ávallt brot gegn Guði getur aðeins Guð fyrirgefið hana. Þetta er það sem hann gerir í Jesú, eilífum Syni sínum, sem varð maður. „Ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur“ (Postulasagan 4, 12).

Titillinn „Kristur“ merkir „hinn smurði“. Nokkrir höfðu verið smurðir undir hinum gamla sáttmála og er Davíð konungur fremstur þeirra. En Jesús er Guðs smurði á einstakan hátt:  sú mennska sem Sonurinn tók á sig var algjörlega smurð af Heilögum Anda. Heilagur Andi gerði hann að „Kristi“. Sjálfur var Jesús uppfylling vona Ísraelsmanna um Messías í þreföldu embætti sínu sem prestur, spámaður og konungur.

Titillinn „Sonur Guðs“ táknar hið einstaka og eilífa samband Jesú Krists við Guð Föður hans. Jesús opinberaði að Guð er Faðir á áður óþekktan hátt: hann er ekki aðeins Faðir sem skapari, hann er eilífur Faðir í sambandi sínu við einkason sinn, sem sjálfur er á sama hátt Sonur vegna sambands síns við Föðurinn. Sá sem vill heita kristinn maður verður að trúa því að Jesús Kristur sé Sonur Guðs.

Titillinn „Drottinn“ gefur til kynna guðdómlegt vald. Sá sem segir: „Ég trúi á Jesúm Kristur, hans einkason, Drottin vorn“, játar því að Jesús sé guðdómlegur meistari okkar. Hátíð Krists konungs, sem fellur á síðasta sunnudag kirkjuársins, býður okkur á sérstakan hátt, ár hvert, að íhuga merkingu orðanna: „Jesús Kristur, Drottinn vor“.

Hl. Jóhannes Eudes, franskur prestur og trúboði, sem dó árið 1680, sagði: „Ég bið ykkur að hugsa til þess að Drottinn vor, Jesús Kristur, er raunverulegt höfuð ykkar og að þið eruð limir hans. Hann tilheyrir ykkur eins og höfuðið tilheyrir limunum; allt það sem hans er er ykkar: andi hans, hjarta hans, líkami hans og sál og allir hans hæfileikar. Þið verðið að nota þá alla eins og þeir væru ykkar eigin til að þjóna, lofa, elska og dýrka Guð. Þið tilheyrið honum eins og limirnir tilheyra höfðinu, og hann þráir að þið notið allt sem í ykkur býr, eins og það væri frá honum komið, til að þjóna Föðurnum og dýrka hann.“

Bræður og systur. Þegar nær dregur jólum förum við auðvitað að leiða hugann að Maríu mey sem er hin mikla fyrirmynd okkar um trúna. Meydómur hennar er sérstakt tákn um trú hennar, sem er „ómenguð af öllum efa“, og er tákn um það að hún setur sig óskipta undir Guðs vilja. Trú hennar gerir hana færa um að verða móðir frelsarans. Hl. Ágústínus segir um hana: „María hlýtur meiri blessun fyrir það að hún þiggur trúna í Kristi heldur en af því að hún getur hold Krists.“

Mættum við vera stöðug í trúnni í von og fullvissu, þar sem trúin á Krist er hin örugga leið til hjálpræðis. Gleðjumst í trúnni dag hvern! Amen.

Sr. Denis O´Leary
___________________________
___________________________

Október 2012

Kæru bræður og systur í Kristi.
    Fyrir fimmtíu árum opnaði Jóhannes páfi XXIII hátíðlega Vatíkanþingið hið síðara í Róm. Þúsundir biskupa úr öllum heimi komu saman til þess að tala um málefni sem tengjast trú og lífi kirkjunnar og koma á endurbótum á ýmsum þáttum  boðunarstarfsins. Frá Íslandi fór Jóhannes Gunnarsson biskup og tók hann virkan þátt í öllum viðræðum þau fjögur ár sem kirkjuþingið stóð.

Eftir Vatíkanþingið varð mikil endurnýjun á mörgum sviðum innan kirkjunnar, en óhætt er að bæta við að sumir hafi misskilið boðskap páfa og biskupanna og reynt að laga kirkjuna það mikið að anda heimsins að lítið varð eftir af trúarlífinu í sumum löndum.

Nú, eftir fimmtíu ár, er sannarlega kominn tími til þess að endurmeta störf Vatíkanþingsins og kryfja til mergjar þá fjársjóði, sem það hefur að geyma, um leið og leitast verður við að koma boðskap kirkjunnar á enn betri og skilvirkari hátt á framfæri og ná þannig betur til kynslóða nútímans. Því hefur Benedikt páfi ákveðið að halda hátíðlegt Ár trúarinnar og hófst þetta ár þann 11. október 2012. Allsstaðar í heiminum verða kristnir menn hvattir til að endurmeta gjöf trúarinnar, þakka Guði á nýjan leik fyrir að mega verða Guðs börn og trúa á hann og þar með líka að gefa heiminum sannfærandi vitnisburð um líflegt og hrífandi trúarlíf. Prestarnir hér á landi munu leggja sig fram um það, meðal annars með því að flytja prédikanaröð, sem mun fjalla sérstaklega um trúna og einkum helstu trúaratriðin sem við játumst undir í kristinni trúarjátningu.
   
En áður en við fjöllum um einstök trúaratriði skulum við velta trúnni sjálfri ofurlítið fyrir okkur. Maðurinn er trúuð manneskja. Hann trúir mörgu, og ekki eingöngu því sem varðar sáluhjálp og eilíft líf, heldur einnig mörgu sem skiptir máli í daglegu lífi. Að trúa þýðir að vita um eitthvað eða um einhvern á grundvelli traustsins sem maður ber til þess aðila sem færir okkur þessa vitneskju.

Margt vitum við af eigin reynslu og eigin skilningarvitum. Við vitum að það er ekki gott að leika sér með eld eftir að hafa komið einu sinni við eld. Þetta er staðreynd og þarf enga trú til að skilja það, heldur reynslu. En okkar eigin reynsla er mjög takmörkuð og færir okkur mjög takmarkaða vitneskju um hlutina. Aftur á móti öðlumst við miklu víðtækari vitneskju um svo margt með því að treysta þeim sem vita betur, eða að minnsta kosti eiga að vita betur. Menningin og vitneskjan sem hún ber með sér byggist á trausti sem við berum fyrir þeim sem fóru á undan okkur og færðu okkur nýjan skilning.
   
Tökum eitt einfalt dæmi: Ég hef enga persónulega reynslu af Ameríku. Ég hef aldrei verið í Ameríku og hef aldrei séð þessa heimsálfu. Engu að síður trúi ég að Ameríka sé til, að þar búi fólk og að hægt sé að vera í samskiptum við þetta fólk. Trú þessi byggist á trausti sem ég ber til þeirra sem hafa farið til Ameríku, hafa séð Ameríku og komið þaðan aftur og sagt frá reynslu sinni. Ég treysti þeim og því trúi ég því sem þeir segja. Að sjálfsögðu er mér frjálst að trúa ekki og halda því fram að Ameríka sé ekki til, en þá verð ég líka að trúa að allir þeir sem tala um Ameríku hafi rangt fyrir sér og séu annaðhvort að ljúga eða að þeim skjátlist stórum, eða  þá að þarna sé um eitthvert allsherjar samsæri að ræða sem hefur það að markmiði að leiða mig í villu. Mér er frjálst að trúa því að Ameríka sé ekki til en þetta er fráleit trú sem samræmist engan veginn skynsemi og heilbrigðum hugsunarhætti og veldur því að ég vantreysti öllum í kringum mig og fer loks að vantreysta sjálfum mér. Með öðrum orðum, það er einfalt og skynsamlegt að trúa því að Ameríka sé til, sama hvort ég hef nokkurn tíma séð þessa heimsálfu eða ekki.
   
Við trúum á manninn. Við trúum á okkur sjálf, á náungann. Við trúum á börnin okkar. En hér er líka um trú að ræða. Hver hefur sönnun um sjálfan sig og sönnun um annað fólk? Enginn. Trú okkar byggist á trausti, ekki á sönnun. Mannleg vera er trúaratriði, sem ekki er hægt að umgangast nema í trú og virðingu. Foreldrar byggja upp sjálftraust í sál barnsins með því að treysta því, trúa á það og láta sér annt um það. Trúin er alltaf gjöf sem manni hlotnast óverðskuldað og hún er grundvöllur alls sjálftrausts, en án sjálftrausts er manneskjan ekki til.

Umfram allt annað, sem foreldrar gefa börnum sínum, er gjöf trúarinnar æðsta gjöfin Hún er dýrmætari en fæða eða menntun eða munir eða föt. Allt þetta fæst á ýmsa vegu, frá fjölskyldunni eða frá samfélaginu ef nauðsyn krefur, en trúin er gjöf sem sprettur af ást, og hún kemur fyrst og fremst frá foreldrunum.
   
Ef allt mannlegt líf er í sjálfu sér trú, gjöf trúarinnar sem byggist á trausti, þá er eðlilegt að spyrja nánar og velta því fyrir sér hvaðan gjöfin kemur. Ef maður talar um gjöf þá talar maður í raun um gjafara, um einhvern sem hefur það í sér að gefa traust, að byggja upp það traust sem er uppspretta lífs og trúar. Og þessi gjafari er Guð, skapari himins og jarðar. Hann er sá sem grundvallar tilveru okkar og tilveru alls sem er til. Við höfum enga sönnun fyrir tilvist Guðs á sama hátt og við getum sannað niðurstöðu rannsóknar í tilraunastofu vísindamanna, en við höfum sönnun um Guð, skapara okkar, um leið og við upplifum og skynjum tilvist okkar sem gjöf, og sérstaklega þegar við þorum sjálf að gefa áfram þessa gjöf og verða sjálf að gjöf. Þá verðum við þess áskynja að gjafari alls er ekki langt í burtu heldur er hann rétt hjá okkur og sér stöðugt um okkur. Páll postuli segir á þessa leið í sinni frægu ræðu í Aþenu: „Hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti. Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar. Hann vildi að þær leituðu Guðs, ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss. Í honum lifum, hrærumst og erum vér.“
   
Á þessu Ári trúarinnar er vel við hæfi að byrja á því að þakka fyrir gjöf trúarinnar, en einnig að biðja enn frekar um þessa gjöf, eins og faðir sjúka sveinsins bað Jesú um: „Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“ Að trúa á Guð og trúa á Jesúm er það sama og að treysta á Guð og treysta á Son hans, Jesúm Krist, og þar með hverfur sá ótti og það öryggisleysi sem einkennir þær sálir sem treysta ekki. Orð Jesú beinast til okkar í dag: „Óttast þú eigi, trú þú aðeins.“ Amen.

Sr. Jakob Rolland


------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár trúarinnar

Ár trúarinnar
11. október 2012 – 24. nóvember 2013

Á þessu ári munum við ásamt kirkjunni halda ýmsar hátíðir og tillögur verða gerðar um ýmislegt sem auðgað gæti trúarlífið. Hér sting ég upp á því  að hver og einn gæti beðið engilsbænina daglega á Ári trúarinnar.

Benedikt páfi XVI sagði m.a. í ávarpi sínu þ. 7. október 2012:

„Að fordæmi fyrirrennara minna, einkum hins sæla Jóhannesar Páls II, sem birti postullegt bréf sitt Rosarium Virginis Mariae fyrir tíu árum, hvet ég til þess að menn, annaðhvort einir, innan fjölskyldunnar eða í samfélagi við aðra, biðji rósakransbænina upphátt að fyrirmælum Maríu, en það færir okkur til Krists, hins lifandi kjarna trúar vorrar.“
Biðjum einnig fyrir biskuparáðstefnunni sem fundar í Róm, frá 7.-21. október um efnið „Endurnýjun trúboðsins og miðlun kristinnar trúar.“

Mættum við sem oftast fara með þessi orð:

„Drottinn, ég trúi á þig, en hjálpa þú vantrú minni!“

Biskupinn ykkar, Pétur Bürcher


-------------------------------------------Engill Drottins
(Bæn)

Engill Drottins flutti Maríu fagnaðarboðskapinn og hún fékk getnað af Heilögum Anda.

Heil sért þú María, full náðar.
Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.

Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Sjá, ég er ambátt Drottins, verði mér eftir orði þínu.

Heil sért þú María, full náðar.
Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.

Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Og Orðið varð hold og bjó meðal vor.

Heil sért þú María, full náðar.
Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.

Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Bið þú fyrir oss, heilaga guðsmóðir; svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.

Vér skulum biðja:
Vér biðjum þig, Drottinn, úthell náð þinni í hjörtu vor, svo að vér, sem fyrir fagnaðarboðskap engilsins höfum nú orðið þess vísari að Sonur þinn er maður orðinn, verðum fyrir þjáningar hans og kross leiddir til upprisu dýrðarinnar. Fyrir Krist, Drottin vorn. Amen.

___________________________
___________________________


10. 2012

SAMKOMA 2012

9. 2012

Viltu  vita  meira  um  trú kaþólsku  kirkjunnar?

Hefur  þú  áhuga  á  að  gerast kaþólskur?

        Komdu þá á kynningarfund, sem verður haldinn næsta föstudag,  
28. september  2012  kl. 20.00,
í safnaðarheimili Kaþólsku  kirkjunnar 
að Hávallagötu 16, Reykjavík.

Upplýsingar hjá séra Jakobi Rolland (s. 552 5388)7. 2012

Pílagrímsför til Maríulindar á Snæfellsnesi
var farin
miðvikudaginn 11. júlí 2012


Maríulind 2012

"Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér."
2. 2012

Logo

Hirðisbréf 2012

eftir Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup


Kæru bræður og systur,

Þann 6. janúar 2012, á stórhátíð birtingar Drottins, sendi Stjórnardeild trúarkenninga í Róm gervallri kirkjunni athyglisverða orðsendingu með ráðleggingum um hirðisstarfið á Ári trúarinnar. Þetta snertir einnig okkur hér á landi.

„Í postullegu skrifi sínu Porta fidei frá 11. október 2011 kunngerði hinn heilagi faðir Benedikt XVI Ár trúarinnar, sem hefjast skyldi 11. október 2012, á hálfrar aldar afmæli opnunar annars samkirkjulega Vatíkanþingsins, og standa til 24. nóvember 2013, stórhátíðar Krists konungs.
Á þessu ári býðst öllum trúuðum gott tækifæri til að skilja enn betur að grundvöllur kristinnar trúar felst í því að „ganga til móts við atburð, persónu sem veitir lífi okkar nýjan sjóndeildarhring og beinir því þar með á ákveðna braut.“ Á grunni þessa fundar með hinum upprisna Jesú Kristi getum við enduruppgötvað trúna í allri sinni fyllingu og útgeislun. „Einnig á okkar tímum er trúin gjöf sem ber að enduruppgötva, rækta og boða,“ svo að „Drottinn gefi sérhverju okkur að lifa fegurð og gleði hins kristna manns.“ 

Upphaf Árs trúarinnar fellur saman við gleðilega endurminningu tveggja merkisatburða sem hafa einkennt ásýnd kirkjunnar á okkar tímum: hálfrar aldar afmæli opnunar annars Vatíkanþingsins, sem hinn sæli Jóhanns XXIII kallaði saman (11. október 1962) og tuttugu ára afmæli útgáfu Trúfræðslurits kaþólsku kirkjunnar, sem hinn sæli Jóhannes Páll II gaf kirkjunni (11. október 1992).

Á næsta fundi biskupasýnódunnar í október 2012 verður fjallað um efnið: Ný boðun fagnaðarerindis kristinnar trúar.

Ár trúarinnar mun stuðla að nýju afturhvarfi til Drottins Jesú og til enduruppgötvunar á trúnni, svo að allir meðlimir kirkjunnar verði glöð og trúverðug vitni hins upprisna Drottins í heimi nútímans og geti vísað hinum fjölmörgu á „dyr trúarinnar“ sem hennar leita. Þessar „dyr“ beina sjónum manna til Jesú Krists, sem er með okkur „alla daga allt til enda veraldar“ (Mt 28, 20). Hann sýnir okkur hvernig við lærum þá „list að lifa lífinu“ í „nánari tengslum“ við hann. „Með kærleika sínum dregur Jesús Kristur allar kynslóðir manna til sín: Hann kallar kirkjuna saman á öllum tímum og treystir henni fyrir boðun fagnaðarerindisins með sífellt nýju umboði. Þess vegna er endurboðun fagnaðarerindisins af sannfæringu hjá kirkjunni nauðsynleg til að menn uppgötvi gleði trúarinnar og uppgötvi á ný þann eldmóð sem fylgir boðun trúarinnar.“
„Ég veit á hvern ég trúi“ (2Tím 1, 12); þessi orð heilags Páls postula hjálpa okkur við að skilja: „Trúin er persónuleg fylgispekt mannsins við Guð og jafnframt, óaðskiljanlega, frjálst samþykki við öllum hinum opinberaða sannleika Guðs.“

Á Ári trúarinnar „býðst enn fremur gott tækifæri til að styrkja framkvæmd trúarinnar í helgisiðunum, einkum evkaristíunni.“ Í sjálfri evkaristíunni, leyndardómi trúarinnar og uppsprettu endurboðunar fagnaðarerindisins, er trú kirkjunnar boðuð, tignuð og styrkt. Öllum trúuðum er boðið að taka þátt í evkaristíunni á meðvitaðan, öflugan og frjósaman hátt svo að þeir geti verið raunverulegir boðberar Drottins.

Trúin er hvorttveggja í senn, persónuleg og sameiginleg athöfn: Hún er gjöf Guðs sem við lifum í hinu stóra samfélagi kirkjunnar og koma verður á framfæri við heiminn. Sérhvert frumkvæði á Ári trúarinnar mun stuðla að gleðilegri enduruppgötvun og endurnýjuðum vitnisburði trúarinnar. Þær ráðleggingar sem hér eru gefnar hafa það að  markmiði að styrkja framlag allra meðlima kirkjunnar, svo að þetta ár bjóði stórkostlegt tækifæri til að deila því með öðrum sem er dýrmætast hverjum kristnum manni: Jesú Kristi, endurlausnara mannsins, konungi alheimsins, „höfundar og fullkomnara trúarinnar“ (Hebr 12, 2).

Kæru bræður og systur. Megi þessar ráðleggingar hjálpa okkur til styrkari og gleðilegri trúar á Jesú Krist!

Já, Drottinn, ég trúi en styrk þú trú mína! Amen.

+ Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup

______________________________________________________


12. 2011

Prédikun Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups

á jólum, 24. og 25. desember 2011


Kæru bræður og systur,

Hvar er Betlehem? Ekki langt undan heldur hérna rétt hjá: þar sem við finnum Jesú, einkum í fátækt og kærleika hér á Íslandi. Hann er orðinn einn okkar, hinn eilífi Sonur er orðinn lítið barn. Hann hefur lært að hlæja og gráta.
Hirðarnir komu til Betlehem. Þeir sjá hann og undrast, þeir trúa og segja frá. Maríu skilur ekki allt þegar í stað; en hún varðveitir allt sem hún heyrir í trú í hjarta sínu og hugsar um það allt sitt líf.

Mannkynið – í dag og ævinlega og einnig hér á Íslandi – sveiflast milli vonar og ótta. Vonin grundvallast, þegar allt kemur til alls, aðeins á tryggð Guðs. Sonurinn Jesús er hið lifandi og jákvæða svar Guðs við fyrirheiti sínu. Björgun og hjálpræði kemur frá honum – ef við tökum á móti honum: ef við erum reiðubúin að meðtaka orð hans og gjöf.

Guð galt öllum mönnum jáyrði, hverjum og einum. Einnig þér og mér. Guð kemur til móts við okkur  og tekur okkur að sér. Orðið sem hann á við okkur er Sonur hans: „Barn er oss fætt.“ Guð elskar okkur og væntir kærleika okkar.
Við getum heyrt Orð Guðs og náð hans er orðin sýnileg: í Syninum sem fæddist og dó fyrir okkur. Frá fyrstu komu Krists til opinberunar dýrðar hans líður tími sögunnar og okkar eigin lífs. Það er tími vonar og reynslu. Það er einnig tákn um von þegar miklir atburðir gerast í lífi okkar eða í heiminum, eins og nýlega þegar fellibylur gekk yfir Filippseyjar. Samstaða manna er alltaf viðeigandi, eins og Guð sýnir okkur mönnunum.

Barnið í jötunni, brauðið á altarinu sem er líkami hans: aðeins sá sem sér með hjartanu getur skilið tákn kærleikans. Og hann meðtekur það sem hann sér: gjöf Guðs „heiminum til lífs“.

Enn hefur hinn gleðilegi boðskapur, um að Guð láti sér annt um mennina, ekki heyrst alls staðar. En „næturverðirnir“, fólkið sem hefur vakandi hjarta og sjáandi augu, boðar þennan mikla fögnuð. Til er von því að „Guð er konungur“. Hann segir við allar þjóðir heims: Ég er hér.

„Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs!“ (Lk 2, 11).
Hann er frelsari okkar. Kærleikur hans til okkar er stórkostlegur.  Amen.
12.2011


Kæru bræður og systur,

aðventan 2011, sem hófst sunnudaginn 27. nóvember, opnar fyrir okkur kirkjulegar dyr.  Hún er auðvitað upphaf kirkjuársins 2011-2012. Megi það verða okkur öllum náðarár!  Þetta ár leiðir okkur einnig til trúarinnar.

Það „Ár trúarinnar“, sem hefst 11. október 2012 – á 50 ára afmæli upphafs annars Vatíkanþingsins – og lýkur 24. nóvember 2013, á Krists konungs hátíð, á framar öllu að styðja endurboðun fagnaðarerindisins á hinum veraldlega sinnuðu Vesturlöndum. Það kemur í kjölfar árs Páls postula 2008-2009 og árs prestanna sem lauk í júní 2010.

Benedikt páfi XVI hefur ritað postullegt bréf um ástæður, markmið og viðmiðunarreglur þessa árs. Á komandi tímum munum við í Reykjavíkurbiskupsdæmi geta tileinkað okkur þetta bréf hans sífellt betur.
„Verið óhræddir,“ segir Jesús, „því, sjá. ég boða yður mikinn fögnuð“ (Lk 2, 10).

+ Pétur Bürcher
   Reykjavíkurbiskup
___________________________

Assisi

„Trúarbrögð geta aldrei réttlætt ofbeldi“
Pílagrímar sannleikans, pílagrímar friðarins
Ræða Benedikts páfa XVI á ráðstefnu í Assisi á Ítalíu


Fimmtudaginn 27. október 2011 var haldinn dagur íhugunar, samræðna og bæna í Assisi á Ítalíu, borg heilags Frans, í tilefni af því að þá voru liðin 25 ár frá því að hinn sæli Jóhannes Páll páfi II efndi þar til friðarráðstefnu. Benedikt páfi XVI hélt þann dag í pílagrímsför til borgarinnar ásamt fulltrúum fjölmargra trúarbragða og einnig trúlausra. Hér á eftir fer stytt útgáfa af ræðu Benedikts páfa sem hann flutti í basilíkunni Santa Maria degli Angeli í Assisi.

Kæru bræður og systur,
virðulegu yfirmenn og fulltrúar kirkna, kirkjulegra samfélaga og trúarbragða heimsins, kæru vinir.

Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan hinn sæli Jóhannes Páll II bauð fyrst fulltrúum trúarbragða heimsins til Assisi til að biðja fyrir friði. Hvað hefur gerst síðan þá? Hvernig er staðan með tilliti til friðar nú? Á þeim tíma stafaði mest hætta af skiptingu jarðar í tvær  andstæðar fylkingar. Áberandi tákn þessarar aðgreiningar var Berlínarmúrinn sem þræddi landamæri tveggja heima gegnum sjálft hjarta borgarinnar. Árið 1989, þremur árum eftir Assisi-ráðstefnuna, féll múrinn án blóðsúthellinga. Skyndilega voru hin miklu vopnabúr sem stóðu við múrinn til einskis nýt. Ógnarvald þeirra var horfið. Vilji fólksins til frelsis var sterkari en vopnabúr ofbeldisins. Spurningin um það hvað það var sem olli þessum dramatísku breytingum er flókin og ekki er unnt að svara henni með einföldum hætti. En að viðbættum efnahagslegum og stjórnmálalegum þáttum er helsta ástæðan fyrir þessum atburði andlegs eðlis: að baki hinu efnislega valdi var ekki lengur nein andleg sannfæring. Frelsisviljinn varð að lokum yfirsterkari óttanum við ofbeldið, sem nú skorti alla andlega ásýnd. Fyrir þennan sigur frelsisins, sem var einnig og framar öllu, sigur friðarins, þökkum við. Það sem meira er, þá snerist þetta ekki aðeins, og jafnvel ekki aðallega, um frelsið til að trúa, þó að það hafi átt sinn þátt líka. Að því leyti getum við á einhvern hátt tengt allt þetta bænum okkar fyrir friði.

En hvað gerðist svo? Því miður getum við ekki sagt að frelsi og friður hafi ætíð einkennt aðstæður síðan þá. Jafnvel þó að ógn allsherjarstríðs vofi ekki yfir okkur nú á tímum, þá er heimurinn eigi að síður fullur sundurlyndis. Það er ekki aðeins að stöðugt séu háð stríð víðsvegar – ofbeldi getur þannig ævinlega ruðst fram og það er eitt einkenni heimsins á okkar tímum. En þessi heimur frelsisins hefur verið stefnulaus að mestu og sumir hafa mistúlkað frelsið þannig að það feli í sér frelsi til ofbeldis. Ósamlyndið hefur tekið á sig nýjar og ógnvænlegar myndir og baráttan fyrir frelsi verður að vera verkefni okkar allra á nýjan hátt.

Ef trúarbrögð eru ástæðan fyrir einni grundvallargerð ofbeldis á okkar tímum þá veltir það upp spurningunni um hið sanna eðli þeirra og skyldar okkur öll þar með til að láta hreinsast, þá er ástæðan fyrir annarri og flókinni gerð ofbeldis algjörlega andstæð því og verður til fyrir fjarveru Guðs, þegar honum er afneitað, með þeirri glötun manngildis sem því fylgir. Óvinir trúarbragðanna – eins og við sögðum áður – sjá í trúarbrögðunum helstu uppsprettu ofbeldis í sögu mannkyns og þess vegna heimta þeir að þau hverfi af sviðinu. En afneitun Guðs hefur leitt af sér mikla grimmd og skefjalaust ofbeldi en það er aðeins mögulegt ef menn viðurkenna engin viðmið eða nokkurn dómara æðri þeim sjálfum, þegar þeir hafa aðeins sjálfa sig að viðmiði. Hryllingur útrýmingarbúðanna sýnir á augljósan hátt afleiðingarnar af fjarveru Guðs.

Samt ætla ég ekki að ræða frekar hér um trúleysi sem ríkisvaldið kemur á, heldur ræða fremur um þá hnignum mannsins sem fylgir breytingunum á hinu andlega andrúmslofti sem verður til smám saman og naumast merkjanlega og eru því þeim mun hættulegri fyrir vikið. Dýrkun mammons, eigna og valda hefur styrkt sig í sessi sem and-trúarbrögð, þar sem maðurinn skiptir ekki lengur máli heldur persónulegur akkur. Sóknin eftir hamingju úrkynjast, til að mynda, og verður að óhaminni og ómennskri græðgi, líkt og birtist í ýmsum myndum lyfjafíknar. Valdamiklir menn selja eiturlyf sem margir falla fyrir og eyðileggjast þeirra vegna, líkamlega og andlega. Menn sætta sig við ýmis öfl og sums staðar í heiminum ógna þau lífi ungs fólks. Þar sem menn sætta sig við ofbeldið ónýtist friðurinn og maðurinn tortímir sjálfum þegar friðarins nýtur ekki lengur við.

Að viðbættum þessum tveimur fyrirbærum, trúarbrögðum og and-trúarbrögðum, er ein meginhugmynd í sókn um allan heim, efahyggjan, hjá fólki sem hefur ekki hlotið gjöf trúarinnar en er eigi að síður að leita sannleikans, að leita Guðs. Þetta fólk segir ekki einfaldlega: „Það er enginn Guð til“. Það þjáist sakir fjarveru hans en er samt innra með sér á leið til hans, að svo miklu leyti sem það leitar sannleika og gæsku. Þau eru „pílagrímar sannleikans, pílagrímar friðarins“ Þau spyrja báða aðila. Þau snúa vopnin úr höndum herskárra trúleysingja sem eru ranglega fullvissir um að Guð sé ekki til og bjóða þeim að leggja slagorðin til hliðar og verða leitendur sem ekki gefa upp vonina um tilveru sannleikans og möguleikans og nauðsynjarinnar að lifa samkvæmt honum. En þau eru einnig áskorun gagnvart fylgjendum trúarbragða um að eigna sér ekki Guð, eins og hann tilheyri þeim á þann hátt að þau telji sér leyfilegt að neyta afls gagnvart öðrum. Þetta fólk leitar sannleikans og hins sanna Guðs en mynd hans er oft dulin í trúarbrögðunum vegna þess hvernig þau eru framkvæmd. Vangeta þeirra til að finna Guð er að hluta til  á ábyrgð hinna trúuðu sem gera sér takmarkaða eða falska mynd af Guði. Þess vegna er barátta þeirra og spurningar að hluta til áskorun til hinna trúuðu um að hreinsa trú sína svo að Guð, hinn sanni Guð, verði aðgengilegur. Því hef ég meðvitað boðið fulltrúum þessa þriðja hóps hingað til fundarins í Assisi þar sem ekki koma aðeins saman fulltrúar trúarlegra stofnana. Hér er fremur um að ræða sameiginlega ferð í átt til sannleikans þar sem mestu skiptir að standa vörð um manngildið og berjast fyrir friði móti sérhverju eyðingarafli. Loks vil ég fullvissa ykkur um að kaþólska kirkjan mun ekki gefast upp í baráttunni gegn ofbeldinu og hún heitir að stuðningi við frið í heiminum. Við erum öll hvött áfram af óskinni um að verða „pílagrímar sannleikans, pílagrímar friðarins.“
___________________________


Pétur biskup, prestar ykkar og reglusystur
óskum ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla 2011
og náðar á nýju ári, 2012!

Jólin__________________________________________________
___________________________
___________________________

10. 2011

Boðskapur Benedikts páfa XVI á heimstrúboðsdaginn,
sunnudaginn 23. október 2011


„Eins og Faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður“ (Jh 20, 21) ...

„Trúin styrkist þegar hún er boðuð öðrum! Með því að halda tryggð við alheimshlutverk kirkjunnar um nýtt trúboð meðal kristinna þjóða um allan heim öðlast menn innblástur og stuðning“ (Jóhannes Páll II, í umburðarbréfinu Redemptoris Missio, nr. 2).

Farið og boðið
Þetta hlutverk endurnýjast stöðugt í helgisiðunum, einkum í evkaristíunni sem ævinlega lýkur með endurtekningu á skipun hins upprisna Jesú til postulanna: „Farið...“ (Mt 28, 19). Helgisiðirnir er ævinlega kall „frá heiminum“ og nýtt boðunarhlutverk „í heiminum“ til þess að bera vitni um það sem menn hafa reynt: hinn endurleysandi mátt Guðs orðs, endurleysandi mátt páskaleyndardóms Krists.
Allir sem hafa mætt hinum upprisna Drottni hafa fundið hjá sér þörf til að flytja þessar fréttir öðrum, líkt og lærisveinarnir tveir í Emmaus. Eftir að þeir þekktu Drottin aftur þegar hann braut brauðið „stóðu þeir samstundis upp og fóru aftur til Jerúsalem. Þar fundu þeir þá ellefu og þau er með þeim voru saman komin“ (Lk 24, 33-34).
Jóhannes Páll II hvatti hina trúuðu til að vera „varkára, reiðubúna til að þekkja andlit hans og hlaupa til bræðra okkar og systra með gleðiboðskapinn: „Við höfum séð Drottin!“ “ (Postullegt bréf  Novo Millennio Ineunte nr. 59).

Til allra
Boðun fagnaðarerindisins er ætluð öllum þjóðum. Kirkjan er „samkvæmt öllu eðli sínu boðandi því að eftir áætlun Föðurins á hún uppruna sinn í boðunarstarfi Sonarins og Heilags anda“ (Tilskipun kirkjunnar um boðunarmálefni Ad Gentes nr. 2).
Þetta er „náð og köllun sem hæfir kirkjunni og innstu sjálfsmynd hennar. Hún er til þess að boða fagnaðarerindið“ (Páll páfi VI, í postullegu hvatningarbréfi sínu Evangelii Nuntiandi, nr. 14). Þar af leiðandi getur hún aldrei lokað sig af inni í sjálfri sér. Hún hefur skotið rótum á sérstökum stöðum og haldið þaðan út í frá. Starf hennar, í samræmi við orð Krists og undir áhrifum náðar hans og kærleika, stendur nú og að fullu til boða öllu fólki og öllum þjóðum, og vill leiða þá til trúar á Krist (sbr. Ad Gentes, nr. 5).
Þetta verkefni er jafn brýnt og áður. Reyndar er „boðunarstarfi endurlausnarans Krists, sem kirkjunni hefur verið falið, er langt í frá lokið ... sé litið á mannkynið í heild sést að þetta starf er aðeins rétt nýhafið og að við verðum að sinna því og þjóna af öllu hjarta“ (Jóhannes Páll páfi II í umburðarbréfinu Redemptoris Missio, nr. 1). Við getum ekki sætt okkur við þá hugsun að eftir 2000 ár skuli enn vera til fólk sem þekkir ekki Krist og hefur aldrei heyrt um hjálpræðisboðskap hans.
Og þetta er ekki allt; vaxandi fjöldi fólks, jafnvel þeir sem hafa meðtekið boðskap fagnaðarerindisins, hefur gleymt honum eða lætur hann sig engu skipta og þeir hinir sömu viðurkenna ekki lengur að þeir tilheyri kirkjunni. Enn fremur eru þeir margir við núverandi aðstæður, jafnvel í þeim þjóðfélögum sem jafnan hafa verið kristin, sem eru andsnúnir því að taka á móti orði trúarinnar. Menningarlegar breytingar eru að verða en þær byggja á hnattvæðingu, hugmyndastraumum og allsráðandi afstæðishugsun.  Þessar breytingar leiða til breytts hugsunarháttar og lífstíls sem hafnar fagnaðarboðskapnum, líkt og Guð væri ekki til, en gera sókn eftir vellíðan, góðum launum, góðu starfi og árangri að markmiði lífsins, jafnvel þó að það kunni að skaða siðferðileg gildi.

Sameiginleg ábyrgð allra
Alheimsboðunin tekur til alls, allra hluta og ævinlega. Fagnaðarerindið er ekki einkaeign þess sem hefur meðtekið það heldur er það gjöf sem bera að deila með öðrum, gleðiboðskapur sem verður að kynna öðrum. Og þessi hollusta við gjafarhlutverkið er ekki fengin fáum heldur þvert á móti öllum sem hafa verið skírðir, en þeir eru „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður Guðs“ (1Pét 2, 9), til þess að þeir megi boða dásamlegar gjörðir hans. ...

Mikilvægt er að bæði skírðir einstaklingar sem og kirkjulegar stofnanir taki þátt í þessu boðunarstarfi, ekki öðru hverju og annað veifið heldur stöðugt enda sé það þáttur hins kristna lífs. Heimstrúboðsdagurinn er ekki í raun einangrað andartak á árinu heldur er það mikilvægt tækifæri til að stansa og hugleiða hvort og hvernig  við bregðumst við boðunarköllun okkar, en það eru mikilvægt viðbrögð fyrir líf kirkjunnar.

Boðun fagnaðarerindisins um allan heim
Boðun fagnaðarerindisins er flókið og margþætt ferli. Þar hefur andi boðunarinnar ávallt einkennst af samstöðu. Þetta er einnig eitt af markmiðum heimstrúboðsdagsins en á þeim degi er beðið um hjálp, í gegnum páfaleg trúboðssamtök, til að sinna boðuninni á trúboðssvæðunum. Málið snýst um að styðja stofnanir sem nauðsynlegar eru til að koma af stað og styrkja kirkjuna með trúfræðendum, prestnemum og prestum, og um að það að hver og einn leggi eitthvað af mörkum  til að bæta lífsskilyrði fólks í löndum þar sem ríkir fátækt, vannæring – einkum meðal barna – og sjúkdómar og skortur á heilsugæslu er alvarlegastur.  ...
Þannig verður hinn kristni maður, með samábyrgri þátttöku í boðunarstarfi kirkjunnar, stuðningsmaður þess samfélags, friðar og eindrægni sem Kristur hefur gefið okkur, og tekur um leið þátt í hjálpræðisáætlun Guðs til handa öllu mannkyni. Í þessari áætlun birtist sú áskorun öllum kristnum mönnum að þeir séu samstíga og að boðunarstarfið verði órjúfanlegur þáttur þessa ferðalags okkar allra. Í henni – þótt ílátin séu jarðnesk – berum við okkar kristnu köllun, ómetanlegan fjársjóð hjálpræðisins, lifandi vitnisburð um Jesú dáinn og upprisinn, sem birtist okkur og við trúum á í kirkjunni.
Megi heimstrúboðsdagurinn endurvekja í okkur öllum þrána eftir því að „fara“ og hitta mannkynið, færa þeim öllum Krist. Í hans nafni veiti ég ykkur öllum postullega blessun mína, einkum þó þeim sem leggja hvað mest á sig og líða mestar þjáningar sakir fagnaðarerindisins.

Frá Vatíkaninu, 6. janúar 2011, á stórhátíð birtingar Drottins

Benedikt páfi XVI


Hér að ofan birtist boðskapur páfa örlítið styttur. Boðskap hans í heild má finna á heimasíðu Vatíkansins:
world-mission-day-2011


___________________________


9. 2011

WYD 2011


Dagana 16. - 21. ágúst 2011 var haldið alþjóðlegt Heimsmót æskunnar í Madrid á Spáni með þátttöku Benedikts páfa XVI.  Frá Íslandi fór hópur æskufólks ásamt nokkrum systrum og presti.  Pétur Reykjavíkurbiskup var einnig með í för.


______________________________________________________9.2011
Heimsókn sendinefndar á vegum Svissnesku biskuparáðstefnunnar

Sendinefnd á vegum Svissnesku biskuparáðstefnunnar var hér á landi í fjóra daga í sumar, dagana 12.-16. júlí 2011.

Norbert Brünner biskup og formaður Svissnesku biskuparáðstefnunnar þakkaði Pétri Bürcher Reykjavíkurbiskupi móttökurnar með þessum orðum: „Við komum seint  til biskupsbústaðar þíns þar sem við dvöldumst fáeina daga og áttum bróðurleg samskipti.
Þú tókst á móti okkur af kærleika og annaðist okkur af miklum rausnarskap í bústað þínum.“

Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup þakkaði sendinefndinni fyrir heimsóknina og þá vinsemd og virðingu sem nefndarmenn sýndu honum og söfnuðinum á Íslandi með heimsókn sinni.

Mynd

Á myndinni eru nefndarmennirnir í Stykkishólmi í heimsókn hjá Maríusystrum í Stykkishólmi. F.v.: Walter Müller, upplýsingafulltrúi, Norbert Brunner biskup, formaður Svissnesku biskuparáðstefnunnar, Systir Madre María Cielos, Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup, systir María Antipolo, Pierre Farine vígslubiskup og Felix Gmür, biskup í Basel.
7.2011
Pílagrímsför til Maríulindar á Snæfellsnesi
þriðjudaginn 19. júlí 2011

Mariulind 1

Mariulind 2Maríulind

Maríulind á Snæfellsnesi 

Af hverju pílagrímsferð til Maríulindar?

Maríulind, eða Gvendarbrunnur, er lind sem sprettur undan hraunjaðri við Hellna á Snæfellsnesi.

Samkvæmt munnlegri helgisögn á Guðmundur Arason góði biskup að hafa komið að lindinni árið 1230 og þá birst honum og fylgdarmönnum hans alsæl María Guðsmóðir í fylgd þriggja engla og boðið honum að helga lindina, sem hann gerði. Hana þrýtur aldrei og er hún talin hafa lækningamátt fyrir augun.
Við lindina stendur nú stytta af Maríu mey sem lúterskur prestur setti upp til minningar um þennan atburð.

Hér er um að ræða eina af fáum birtingum Maríu meyjar á Norðurlöndum og jafnvel þá einu ef frá er talið þegar María mey birtist heilagri Birgittu frá Svíþjóð.

Pétur Bürcher biskup vildi að ungmenni byggju sig andlega undir Heimsæskulýðsdaginn 2011, sem haldinn verður í Madríd á þessu ári með Benedikt páfa XVI. Frá Íslandi koma 18 þátttakendur. Pílagrímsferðin er því hvati fyrir ungt fólk til að vaxa og dafna í trúnni, styrkja samband sitt við Guð og heilaga Guðsmóður. Fyrir því er rík hefð í kaþólskri trú að sækja heilaga staði þar sem María mey á að hafa birst til að leita sér heilunar, handleiðslu og fyrirgefningar og er vonast til þess, með þessari pílagrímsferð, að ungir jafnt sem aldnir tileinki sér þá hefð.

Farið er í þessa pílagrímsferð, með rúmlega 100 þátttakendum, í þeirri viðleitni að gera fólk meðvitaðra um þennan merka atburð sem á sér vissa sérstöðu á Norðurlöndunum og um leið stuðla að því að skapa þá hefð að kristið fólk geri sér leið til Maríulindar til að heiðra heilaga Maríu og bera fram bænir sínar til hennar.
Fréttatilkynning Kaþólsku kirkjunnar

28. 06. 2011

Biskup Kaþólsku kirkjunnar, Herra Peter Bürcher, hefur tekið þá ákvörðun að setja á fót óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka þær ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, þ. á m. starfsmanna Landakotsskóla fram til ársins 2005. Sérstaklega verði kappkostað að upplýsa um viðbrögð og starfshætti Kaþólsku kirkjunnar í tilefni af slíkum ásökunum. Þá setji nefndin fram tillögur að úrbótum sé þess þörf í ljósi niðurstaðna.

Til ráðgjafar í þessu erfiða máli hefur biskup kallað á  Róbert R. Spanó lagaprófessor, en eins og kunnugt er, var hann í forsæti rannsóknarnefndar um sambærileg mál innan þjóðkirkjunnar. Hefur þess verið farið á leit við Róbert að hann velji fulltrúa í rannsóknarnefndina og setji henni starfsreglur og markmið. Stefnt verði að því að ljúka undirbúningi að stofnun rannsóknarnefnd- arinnar sem fyrst þannig að hún geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk. Hún skuli skila biskupi skýrslu um störf sín en helstu niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndarinnar verði birtar opinberlega.

Innanríkisráðherra verður tilkynnt um skipan nefndarinnar og honum kynntar starfsreglur hennar strax og þær liggja fyrir.

Að lokum vil ég, sem biskup Kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar.

Virðingarfyllst,

Hr. Pétur Bürcher
Biskup Kaþólsku kirkjunnar
 Bréf
Reykjavík, 21. júní 2011

Innanríkisráðuneytið
b.t. ráðherra
Ögmundar Jónassonar.
 
    Um helgina birtist í Fréttatímanum grein undir fyrirsögninni “Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.”  Af því tilefni sendi Kaþólska kirkjan frá sér hjálagða fréttatilkynningu.
 
    Einnig hefur blaðið birt viðtöl við Guðrúnu Ögmundsdóttur sem stýrir nýju fagráði á vegum ráðuneytisins um kynferðisbrot. Gerir hún m.a. að umtalsefni fund sem ráðuneytið boðaði biskup Kaþólsku kirkjunnar til fyrir skömmu. Með biskupi kom til fundarins lögmaður kirkjunnar en auk ráðherra og aðstoðarmanns hans og ráðuneytisstjóra sátu fundinn Bragi Guðbrandsson frá Barnaverndarstofu og Björgvin Björgvinsson frá Lögreglunni í Reykjavík.
 
    Á fundinum gerði ráðherra grein fyrir því að einstaklingur hefði komið að máli við sig og rætt um kynferðislegt áreitni sem hann hafi orðið fyrir af hálfu prests innan Kaþólsku kirkjunnar. Ennfremur hafi bróðir hans lýst misnotkun sem hann hafi orðið fyrir sem barn af hendi þáverandi skólastjóra Landakotsskóla sem var prestur innan Kaþólsku kirkjunnar og samstarfskonu hans.
 
    Á fundinum var einnig fjallað almennt um mál af þessu tagi og viðbrögð við þeim þ.m.t. mikilvægi þess að hafa verklagsreglur og viðbragðsáætlun tilbúna kæmu svona mál upp.
 
    Af hálfu Kaþólsku kirkjunnar var fundarmönnum gerð grein fyrir því að síðastliðinn vetur hafi biskupi borist erindi frá einstaklingi er varðaði kynferðislegt áreitni prests innan kirkjunnar og skýrt frá viðbrögðum biskups við því.
 
    Að gefnu tilefni skal áréttað  að biskup Kaþólsku kirkjunnar brást án tafar við bréfinu. Viðkomandi var boðaður til fundar með biskupi og í kjölfar var málið rannsakað innan kirkjunnar að því marki sem hægt var, en viðkomandi prestur var látinn og mörg ár liðin frá atvikinu. Leitað var álits og ráðgjafar frá lögmanni Kaþólsku kirkjunnar við umfjöllun málsins.
 
    Fyrir liggja bréfaskipti aðila vegna málsins og af hálfu kirkjunnar er ekkert því til fyrirstöðu að ráðherra og/eða önnur yfirvöld fá afrit þeirra. Eðli málsins samkvæmt er þó rétt að samþykki hlutaðeigandi einstaklings þar að lútandi liggi fyrir.
 
    Af hálfu kirkjunnar var ekki tekin afstaða til ásakana um kynferðislega áreitni starfsmanns kirkjunnar en viðkomandi einstaklingur var hvattur til að leita til lögreglu eða annarra yfirvalda vegna málsins. Kaþólska kirkjan myndi í hvívetna aðstoða yfirvöld við að upplýsa málið.
 
    Biskup tekur mjög alvarlega þær ásakanir sem fram eru bornar um kynferðislegt áreiti innan vébanda Kaþólsku  kirkjunnar.  Vill kirkjan af öllum mætti styðja við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli og stendur öll sú þjónusta sem kirkjan hefur fram að bjóða þeim opin. Þá skal áréttað það sem fram kom á fundinum með ráðherra, að Kaþólska kirkjan vinnur í samvinnu við biskupdæmin á Norðurlöndum að setningu samræmdra vinnureglna og viðbragðsáætlunar komi upp tilvik af þessu tagi.
 
    Ráðherra eða fagráði fyrir hans hönd er velkomið að fylgjast með þeirri vinnu sem hér um ræðir. Þá væri Kaþólsku kirkjunni akkur í því að fá gögn og upplýsingar um skipan þessara mála hjá öðrum aðilum svo sem þjóðkirkjunni. Af hálfu kirkjunnar er sérstaklega óskað eftir fundi með fagráði í þessu skyni.
 
    Af hálfu Kaþólsku kirkjunnar er þess óskað, að fagráð um kynferðisbrot leiti eftir upplýsingum og beini fyrirspurnum bréflega til biskups Kaþólsku kirkjunnar í stað þess að ásaka biskup um aðgerðarleysi og þögn í fjölmiðlum. Reyndar var um það rætt á fyrrnefndum fundi með ráðherra að lögmanni Kaþólsku kirkjunnar yrði sendar upplýsingar sem ekki hafa enn borist.
 
    Kaþólska kirkjan er trúfélag og heldur uppi öflugu mannúðar- og menningarstarfi innan sinna vébanda. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að grafa undan því trausti sem kirkjan nýtur meðal almennings heldur styðja kirkjuna og styrkja í starfsemi sinni. Kaþólska kirkjan er sammála ráðherra um nauðsyn þess að setja vinnu- og verklagsreglur vakni grunur um kynferðisbrot innan kirkjunnar. Slík vinna á sér stað innan kirkjunnar og er einboðið að vinna að því máli í samvinnu við yfirvöld.
 
    Það er hvorki hlutverk stjórnvalda né kirkjunnar heldur dómstóla að undangenginni lögreglurannsókn að skera úr um sekt eða sakleysi þeirra sem sökum eru bornir. Umfjöllun í fjölmiðlum um kynferðisbrot innan Kaþólsku kirkjunnar gefur tilefni til að árétta þetta og jafnframt að spyrja hver sé réttur þeirra látnu einstaklinga sem ásakanirnar beinast að.

 Virðingarfyllst

Fyrir hönd Péturs Bürcher, biskups

Friðjón Örn Friðjónsson hrl
Lögmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi


17. júní 2011

Fréttatilkynning

       Í helgarútgáfu Fréttatímans er umfjöllun undir yfirskriftinni
“Kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi”. Segir
m.a. að tveir menn hafi stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi sem
hafi verið látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Er því ranglega haldið fram að kaþólski biskupinn á Íslandi hafi þagað
þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um málið.

       Rétt er að sl. vetur fékk biskup kaþólsku kirkjunnar bréf þar sem
lýst var kynferðislegri áreitni á hendur einum af prestum kirkjunnar
sem þá var nýlátinn. Þá kom fram í bréfinu að bróðir viðkomandi hafi
orðið fyrir áreitni af hálfu fyrrum skólastjóra Landakotsskóla og
samstarfskonu hans sem einnig eru látin.

       Af hálfu biskups kaþólsku kirkjunnar var þegar brugðist við
með þeim hætti að fundað var með viðkomandi manni og í kjölfarið
áttu sér stað bréfaskipti milli aðila. Þar kemur m.a. fram að kirkjan geti ekki
tekið afstöðu til þeirra alvarlegu ásakana sem settar eru fram
gagnvart fyrrum starfsmönnum kirkjunnar. Var bréfritari hvattur til að
leyta til yfirvalda vegna málsins og myndi kirkjan veita alla þá
aðstoð sem unnt væri til að upplýsa málið.

       Úrlausn málsins var unnin í samráði við lögmann kaþólsku kirkjunnar.
Þá er rétt að fram komi að biskup var boðaður til fundar í
Innanríkis-ráðuneytinu en fundinn sátu auk ráðherra og
ráðuneytisstjóra, fulltrúi lögreglu og barnaverndarstofu. Á fundinum
gerði biskup kaþólsku kirkjunnar grein fyrir viðbrögðum við áðurnefndu
bréfi og upplýsti ennfremur að kirkjan í samráði við biskupa í hinum
Norðurlöndunum inni að gerð samræmdrar áætlunar hvernig starfsfólk
kirkjunnar eigi að bregðast við komi upp mál eða ásakanir af þeim toga
sem hér um ræðir.

       Biskup Hr. Pétur Bürcher og kaþólska kirkjan á Íslandi áréttar að hún
lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum og vill í samráði við
yfirvöld samræma viðbrögð komi upp mál af þessum toga.

Reykjavík, 17. Júní 2011

f.h. Hr. Péturs Bürcher

Séra Jakob Rolland
Upplýsingafulltrúi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi

DOL 17. 3. 1997